Framleiðir pýrólýsuolíu úr lífrænum úrgangi

Unnt er að nota hálm, afgangs trjávið, plast og fleiri …
Unnt er að nota hálm, afgangs trjávið, plast og fleiri lífræn úrgangsefni úr landbúnaði sem hráefni. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Unnið er að undirbúningi verksmiðju til að framleiða pýrólýsuolíu úr lífrænum úrgangi. Hægt er að nota olíuna til að knýja fiskimjölsverksmiðjur eða vinna hana áfram og framleiða lífdísil fyrir bíla og skip.

Kolin sem falla til eru jarðvegsbætandi og stendur til að gera tilraunir með að blanda þeim í jarðveg. Gasið verður notað til að framleiða rafmagn fyrir verksmiðjuna.

„Samstarfsfyrirtæki okkar í Noregi, Scandinavian Biofuel, er að þróa nýja tækni til þess að umbreyta lífrænum úrgangi í olíu og kol,“ segir Reynir Kristjánsson, efnaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Arctic Pyro sem vinnur að undirbúningi pýrólýsuolíuverksmiðjunnar, í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Aðferðirnar eru þekktar. Þær ganga út á að hita úrgangsefni í súrefnissnauðu umhverfi, ekki ólíkt kolagröfunum sem íslenskir bændur notuðu til að búa til viðarkol fyrr á öldum. Reynir segir að tæknin sé sífellt að batna og með hækkandi orkuverði skapist fjárhagslegur grundvöllur til að koma upp slíkum verksmiðjum.

Kostnaður við að koma upp pýrólýsuverksmiðju og hefja framleiðslu er áætlaður 600-700 milljónir kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert