Gefur kost á sér í biskupskjöri

Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir

Agnes M. Sigurðardóttir, prestur í Bolungarvík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands.

Hún segir í framboðstilkynningu að hún vilji veg kirkjunnar sem mestan því hún flyti þann boðskap er mölur og ryð fá ekki grandað, boðskap sem kemur að gagni á vegferð mannsins í gegnum lífið. Vegferð sem mörkuð er öllum þeim aðstæðum sem koma upp, gleði og sorg, hversdögum og hátíðisdögum, málum sem þarf að vinna úr og takast á við.

„Ég hef fengið hvatningu til að gefa kost á mér sem biskupsefni. Þau sem hafa hvatt mig telja að ég geti gagnast kirkjunni vel á þeim vettvangi og geti leitt hana á farsælan hátt þjóðinni til heilla og henni sjálfri til sóma. Lýsi ég því hér með yfir að ég er reiðubúin til þessa verkefnis og býð mig hér með fram sem biskupsefni.

Kirkjan hefur eins og þjóðfélagið allt gengið í gegnum erfiðleikatíma. Það er sameiginlegt verkefni allra að takast á við það sem upp kemur, leggja gott til og hlusta á hvert annað. En við þurfum líka að heyra og meðtaka boðskapinn. Kirkjan er til vegna trúarinnar á Jesú Krist. Þess vegna bendir hún á þann lífsstíl og siðfræði sem Jesús boðaði. Lífsstíl sem byggist á djúpri vináttu við Guð og samvinnu karla og kvenna. Lífsstíl sem styðst ekki við völd yfir öðrum heldur við gagnkvæma vináttu og umhyggjusemi, sem leiðir til farsældar fyrir einstaklinga, kirkju og samfélag,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert