Flugskýlið verður fyllt af gömlum bátum

Félagar í Áhugamannafélagi um bátasafn Breiðafjarðar sjá fyrir sér bátasýningu …
Félagar í Áhugamannafélagi um bátasafn Breiðafjarðar sjá fyrir sér bátasýningu í góðum tengslum við höfnina á Reykhólum.

Gamla flugskýlið af Patreksfjarðarflugvelli fær nýtt hlutverk nái hugmyndir eigenda þess fram að ganga. Ekki fara fleiri flugvélar inn í skýlið en það mun í framtíðinni hýsa gamla báta við höfnina á Reykhólum.

Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar keypti á sínum tíma flugskýlið á Patreksfjarðarflugvelli til niðurrifs. Hætt var að nota það fyrir mörgum árum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hafliði Aðalsteinsson, formaður áhugamannafélagsins, að frá upphafi hafi verið ætlunin að reisa það á Reykhólum. Hafliði segir að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi verið jákvæðir þegar það var nefnt að reisa bátaskýlið á fyllingu sem gerð var í tengslum við nýjan varnargarð sem byggður hefur verið í höfninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »