Kjörskrá í biskupskjöri lögð fram

Frá setningu Kirkjuþings.
Frá setningu Kirkjuþings. mbl.is/Kristinn

Kjörskrá vegna biskupskjörs hefur verið lögð fram. Á kjörskránni eru 492. Frestur til að gera athugasemd við kjörskránna rennur út 9. febrúar.

Kosningarrétt við biskupskjör eiga vígðir þjónar og leikmenn. Þetta eru biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar. Ennfremur þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri tíma. Einnig prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar, þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar, kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði, formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sóknarnefnda í
Kjalarnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra og kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræðingar.

Kjörskrá í biskupskjöri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert