Gunnar Sigurjónsson býður sig fram

Sr. Gunnar Sigurjónsson.
Sr. Gunnar Sigurjónsson.

Sr. Gunnar Sigurjónsson hefur lýst yfir framboði sínu til embættis biskups. Gunnar er prestur í Digraneskirkju í Kópavogi.

„Hlutverk Þjóðkirkjunnar er fyrst og síðast að greiða Jesú Kristi veg á meðal fólks, að miðla orði hans og kærleika hans í verki, ekki síst til þeirra sem halloka fara í samfélagi manna. Það á að vera kirkjunni leiðarljós. Öll störf hennar eiga að miða að því einu og þjóna að því marki. Þar birtist líka hin eiginlega kirkja, þar sem hugsanir, orð og breytni fólks mótast af vilja Jesú Krists,“ segir Gunnar í yfirlýsingu.

„Þjóðkirkja sem hagar störfum sínum með það að marki að gera veg Krists sem mestan á meðal fólks er kirkja á réttri leið. Sú kirkja er virðingarverð og eftirsóknarverð. Þeirri kirkju vil ég vinna það gagn sem mest ég má.

Ég býð mig ekki fram til embættis biskups Íslands vegna þess að ég telji mig vera betur til þess fallinn en aðra, heldur vegna þess að ég ber traust til alls þess góða fólks sem hefur hvatt mig áfram í starfi mínu. Ég vil taka höndum saman með þeim sem vinna vilja þjóðkirkjunni til heilla með því að gera veg Krists sem mestan meðal fólks.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert