Deilt um línur í lofti og á láði

Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan ...
Þétt net rafmagnslína er við Hellisheiðarvirkjun og mynda háspennumöstrin hálfgerðan skóg á heiðinni. Mbl.is/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lagning háspennulína mætir vaxandi mótstöðu. Auknar kröfur eru gerðar um að leggja heldur jarðstrengi til að komast hjá þeirri sjónmengun sem mörgum finnst rafmagnsmöstrin vera í náttúrunni. Áætlunum Landsnets um nýjar háspennulínur hefur víða verið mótmælt, nú síðast í Kjósarhreppi.

Ríflega 3.000 km af háspennulínum tilheyra flutningskerfi Landsnets. Meirihluti þeirra er loftlínur, sem teygja sig um landið þvert og endilangt tengdar háum möstrum, og mörgum þykir skera í augu. Ekki er langt síðan flutningskerfi rafmagns var allt í lofti en í flestum löndum verða jarðstrengir nú fyrir valinu þegar um raforkuflutning í miklu þéttbýli er að ræða. Það á líka við á Íslandi, en þegar kemur að flutningi milli byggðarlaga og landshluta eru loftlínur hinsvegar enn fyrsta val, fyrst og fremst vegna kostnaðar við jarðstrengina.

Loftlínum mótmælt norðanlands- og sunnan

Á næstu árum gerir Landsnet ráð fyrir nýbyggingu u.þ.b. 152 km af loftlínum á Suðvesturlandi, og 54 km af háspennustrengjum í jörðu. Hluti af þeirri framkvæmd er áætluð lagning nýrrar háspennulínu frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar, sem liggur m.a. um land Voga á Vatnsleysuströnd. Pattstaða kom hins vegar upp í lok síðasta árs þegar bæjarstjórn Voga samþykkti að heimila Landsneti aðeins lagningu jarðstrengja um land sveitarfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í kjölfarið. Landsnet hefur sagt að jarðstrengur verði ekki lagður þar og íbúar verði því að búa við gömlu raflínurnar sé þetta niðurstaðan.

Á Norðurlandi komu einnig upp deilur, árið 2008, þegar Skagfirðingum voru kynntar fyrirætlanir um lagningu háspennulínu þvert yfir héraðið. Framkvæmdin er hluti af fyrirhugaðri Blöndulínu, 110 km langrar loftlínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Skagfirðingar sögðust upplifa línuna sem mikið lýti á héraðinu og landeigendur óttuðust áhrifin sem framkvæmdirnar hefðu.  

Bæjaryfirvöld á Akureyri voru heldur ekki par hrifin af hugmyndum Landsnets sem settar voru fram 2008 um að Blöndulína 3 skyldi lögð um Eyrarlandháls, ofan Kjarnaskógar, á fyrirhuguðu útivistarsvæði. Akureyrarbær hafði þá sett sér það markmið að tvær eldri línur sem þegar liggja gegnum útivistarsvæði bæjarins verði í framtíðinni lagðar í jörðu. Lagning Blöndulínu 3 er enn í undirbúningi í samstarfi við sveitarfélögin.

400-500 milljarða aukakostnaður

Í dag tilkynnti svo hreppsnefnd Kjósarhrepps að hún hefði hafnað hugmyndum Landsnets um að leggja nýja raforkulínu um hreppinn. Sem fyrr er það loftlína sem fyrirhugað er að byggja, 440 kv lína frá Geithálsi að Grundartanga. Hreppsnefndin segir fyrirhugaða línu vera fyrirferðarmeiri og hafa meira helgunarsvæði en línan sem fyrir er. Raunar gengur hreppsnefndin enn lengra og hafnar alfarið frekari iðnaðaruppbyggingu í Hvalfirði, sem nýju raforkulínunni var ætlað að þjóna.

Fram kemur í samanburði Landsnets á loftlínum og jarðstrengjum að helsta ástæða þess að þeir síðarnefndu séu ekki eins útbreiddir sé mikill munur á stofnkostnaði, en einnig hafi tæknilegar takmarkanir jarðstrengja, sem og vandkvæði við rekstur þeirra á háum spennum, áhrif. Þórir Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði í viðtali við Morgunblaðið í október 2011 að ef leggja ætti allar nýjar háspennulínur í jörð myndi það þýða 400-500 milljarða króna aukakostnað.

Hvort tveggja loftlínur og jarðstrengir hafa áhrif á umhverfið. Sjónræn áhrif loftlína eru hins vegar mun meiri en jarðstrengja.

Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður.
Það er ekki áhættulaust að vera línuviðgerðarmaður. Rax / Ragnar Axelsson
Háspennumöstur í Hvalfirði.
Háspennumöstur í Hvalfirði. Mbl.is/Árni Sæberg
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla
Rafmagnslínur á leið til Þingvalla Þorvaldur Örn Kristmundsson
Háspennumöstur
Háspennumöstur Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Búið að loka heiðavegum

06:33 Vegagerðin lokaði á sjöunda tímanum á umferð um Hellisheiði, Þrengslin, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Þá var veginum um Lyngdalsheiði lokað klukkan 7. Meira »

Ekki hætta á faraldri

05:30 „Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári. Meira »

Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

05:30 Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Röskun þegar orðin á flugi

06:17 Veðurhvellurinn sem ganga á yfir landið í dag hefur þegar raskað flugáætlun. Þannig hefur morgunflugi Air Iceland Connect til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum nú verið frestað. Vélarnar áttu að fara í loftið á tímabilinu milli sjö og níu í morgun, en næstu upplýsingar um flug verða veittar kl. 11.30. Meira »

Sporðar tuttugu jökla hopa

05:30 Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að íslensku jöklarnir halda áfram að hopa. Tuttugu jöklar af þeim 25 sem voru mældir í haust hafa hopað. Meira »

Rafmagnsvagnarnir koma í mars

05:30 Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á rafmagnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum. Meira »
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...