Stóra systir fullyrðir að vændi sé enn auglýst

Samtökin Stóra systir berjast gegn vændi á Íslandi.
Samtökin Stóra systir berjast gegn vændi á Íslandi.

„Því miður virðist samstarf lögreglunnar og þeirra miðla sem auglýsa vændi ekki hafa borið þann ávöxt sem vonast var eftir því um nokkurt skeið hafa auglýsingarnar verið daglegt brauð í Fréttablaðinu.“ Þetta fullyrða samtökin Stóra systir í opnu bréfi til fjölmiðla og lögreglunnar.

Í bréfinu segir að eftir umfjöllun og aðgerðir Stóru systur í haust um vændisauglýsingar hafi nuddauglýsingar sem birtar voru undir flokknum Þjónusta í smáauglýsingum Fréttablaðsins, hætt að birtast um tíma. „Bárust af því fréttir að lögreglan væri í samstarfi við þá sem stórtækastir voru í miðlun vændisauglýsinga um að koma í veg fyrir þær.“

Nú segja samtökin að vændisauglýsingarnar séu komnar aftur og því hafi þau tekið saman leiðbeiningar til að greina þær. Meðal annars má þekkja vændisauglýsingar á því að þegar kona hringir í auglýst númer sé ómögulegt að finna fyrir hana tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert