Réttindi hinsegin fólks takmörkuð

Sýnileiki hinsegin fólks í Rússlandi verður takmarkaður ef lögin verða ...
Sýnileiki hinsegin fólks í Rússlandi verður takmarkaður ef lögin verða samþykkt. mbl.is/Ómar

Á næstu klukkustundum getur svo farið að samþykkt verði lög í Rússlandi sem takmarka verulega réttindi hinsegin fólks. „Lögin fela í raun í sér bann við sýnileika hinsegin fólks,“ segir framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið áskoranir í dag um að beita sér í málinu.

Það eru yfirvöld í St. Pétursborg sem ætla sér að setja lögin en frumvarpið var fyrst sett fram síðastliðið haust en þá tókst með miklum alþjóðlegum þrýstingi að stöðva lagasetningu þess. Nú berast hins vegar fregnir af því að leggja eigi frumvarpið aftur fram og að koma eigi því í gegn með hraði, innan 24 klukkustunda.

„Það náðist að stöðva þessa lagasetningu í fyrra en svo er þetta allt í einu aftur að koma upp á yfirborðið og okkur skilst að greiða eigi atkvæði um þetta á morgun,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann hefur ásamt fjölda annarra haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið í dag og óskað eftir að pólitískum þrýstingi verði beitt til að stöðva lagasetninguna. Fyrst í stað er lögunum ætlað að ná til hinsegin fólks í St. Pétursborg en rússnesk yfirvöld hafa hótað því að síðar verði þau sett á landsvísu.

„Lögin munu í raun fela í sér bann við öllum sýnileika hinsegin fólks,“ segir Árni. „Það má ekki tala um kynhneigð sína, ekki ræða um málið opinberlega, ekki skrifa bækur eða birta greinar. Með þessum lögum er verið að gera heilan þjóðfélagshóp ósýnilegan.“

Samtökin Allout hafa verið hvað duglegust að dreifa upplýsingum um lögin og áhrif þeirra.

Árni segir Samtökin '78 hafa átt í góðum samskiptum við íslenska utanríkisráðuneytið í dag og veit til þess að það hafi fengið fjölda símtala og tölvuskeyta vegna málsins.

Árni hvetur alla sem vilja láta sig málið varða að taka þátt í undirskriftum, m.a. á vefsíðu Allout-samtakanna. Einnig er hægt að fylgjast með framvindu málsins á facebooksíðu Samtakanna '78.

„Það er náttúrlega skelfilegt að þetta sé að gerast á 21. öldinni. Ég tala nú ekki um í Evrópu. Það er erfitt að vera samkynhneigður í Rússlandi í dag. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir sýnileika sínum þar og virðingu. Þessi lög munu gera þeim mun erfiðara fyrir.“

Þegar frumvarpið var hvað mest til umræðu seint á síðasta ári snerust áhyggjur manna meðal annars um það að aukið hatur á hinsegin fólki sem lagasetningin myndi hafa í för með sér myndi smitast um alla Austur-Evrópu.

Miðstöð menningar hafnar hinsegin fólki

Lögin sem borgaryfirvöld í St. Pétursborg, miðstöð menningar í Rússlandi, vilja ná í gegn taka til alls hinsegin fólks; samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian voru skipulögð mótmæli vegna frumvarpsins víða sl. haust og alþjóðasamfélagið tók við sér og fordæmdi frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu verða þeir sektaðir sem hafa í frammi hinsegin „áróður“ en þó er ekki tekið fram hvað telst til áróðurs. Vöknuðu því spurningar um hvort list, bókmenntir og fleira gætu flokkast sem áróður og margir túlka frumvarpið á þann veg.

Þegar er búið að setja sambærileg lög í borginni Ryazan, sem er um 180 km fyrir utan Moskvu. Úrræðum laganna hefur þó aðeins einu sinni verið beitt frá því þau voru samþykkt árið 2006. Þegar fulltrúar samtaka samkynhneigðra komu til Ryazan til að uppfræða ungt fólk um samkynhneigð voru þeir handteknir og sektaðir.

mbl.is

Innlent »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Mercedes Benz 316
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016. Ekinn. 11.100 km. Hátt og lágt d...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
 
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...