Bæjarstjóri sem átti undir högg að sækja

Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa ...
Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa á blaðamannafundinum. Morgunblaðið/Ómar

Slit meirihlutasamstarfsins í Kópavogi og upplausnin sem í kjölfarið fylgdi má rekja til þess að traust á bæjarstjóranum, Guðrúnu Pálsdóttur, þvarr. Með nýjum meirihluta hverfur Guðrún aftur til fyrri starfa hjá bænum sem sviðsstjóri. Hún er sögð njóta fyllsta trausts.

Málefni Guðrúnar voru til umfjöllunar á kynningarfundi nýs meirihluta síðdegis í dag. Þá voru Ármann Kr. Ólafsson, verðandi bæjarstjóri, og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa, spurð út í það hvers vegna Guðrún gegndi ekki áfram bæjarstjórastarfinu.

Rannveig sem var í meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Næst besta flokknum, sagði að Guðrún hefði átt undir högg að sækja hjá fyrri meirihluta og það hefði ekki verið gott veganesti fyrir hana upp á framhaldið að gera. Þá vísaði hún í viðtal við Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næst besta listans, í Kópavogsblaðinu sem kom út í dag. Rannveig sagðist taka undir allt sem þar kemur fram.

Hafði ekki umboð

Í viðtalinu greinir Hjálmar frá því hvað hafi gerst áður en slitnaði upp úr samtarfi meirihlutans. „Síðan kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti 12. janúar sl. að við erum boðuð á fund með engum fyrirvara og fundarefni óljóst en á fundinum er okkur tilkynnt að Samfylkingin styðji ekki lengur bæjarstjórann og síðan tók fulltrúi Vinstri grænna undir það.“

Hjálmar segist hafa óskað eftir því að ræða við sitt fólk áður en ákvarðanir yrðu teknar og var fallist á að fundað yrði aftur um málið þremur dögum síðar, á sunnudegi. „Þrátt fyrir það hittir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, bæjarstjórann á tveggja manna fundi á föstudeginum þar á undan og tilkynnir henni að til standi að segja henni upp störfum og spyr bæjarstjórann jafnframt hvort hún vilji þiggja starf hjá Kópavogsbæ sem ekki var búið að móta og er ekki til í skipuriti bæjarins. Guðríður hafði því ekkert umboð til að bjóða bæjarstjóranum það.“

Meðal þeirra mála sem Hjálmar nefnir að komið hafi upp og snerti Guðrúnu eru svonefnd bílamál og peningaskápsmál.

Stórskaðað mannorð eftir aðför

Bílamálið kom upp í febrúar 2011 og sneri að því að fjölskyldumeðlimir Guðrúnar höfðu not af bifreið sem Kópavogsbær lagði henni til. Í kjölfarið á því sendi Guðrún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningar­samninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins.“

Peningaskápsmálið kom svo upp í júlí en þá var gerð óháð úttekt á peningaskáp í eigu bæjarins. Leiddi hún í ljós að óinnheimtar kröfur upp á sjö milljónir fundust, að hluta til frá því tímabili sem hún var fjármálastjóri bæjarins fram til haustsins 2008.

Meðal annarra sem hafa tjáð sig um bæjarstjóramálið er Gunnar Birgisson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið seint í síðasta mánuði þar sem segir að mannorð Guðrúnar sé stórskaðað eftir aðför meirihlutans. „Þessi aðför að bæjarstjóranum var mjög ógeðfelld og er öllum fjórum fyrri meirihlutaflokkunum til ævarandi skammar. [...] Meirihluti getur að sjálfsögðu skipt um bæjarstjóra sýnist honum svo en að gera það undir fölsku flaggi og með svo lítilsigldum hætti á sér fá fordæmi enda leiddi það til endaloka meirihlutans.“

Samkomulag sem gert var í fullri sátt

Rannveig sagði á fundinum í dag að hún hefði aldrei lýst yfir vantrausti á Guðrúnu, en ljóst væri að innan fyrri meirihluta hafi henni verið gert erfitt fyrir. Hún hefði átt undir högg að sækja og því hafi verið rætt við hana um framhaldið. Niðurstaðan af þeim viðræðum hafi verið samkomulag um að hún taki við fyrra starfi. Það hafi verið gert í fullri sátt.

Einnig var rætt um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið bæjarstjórastólinn og hvort hann hefði gert um það skýlausa kröfu. Því var harðneitað og sagði Rannveig að þetta hefði verið niðurstaðan eftir hreinskiptnar umræður.

Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Hjálmar Hjálmarsson.
Hjálmar Hjálmarsson. Árni Sæberg
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óttast ástandið þegar flensan bætist við

09:24 „Það er eðli bráðaþjónustunnar að þar verða sveiflur. Álagið hefur verið að aukast að meðaltali og við óttumst sérstaklega tímann þegar flensan kemur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Meira »

Víkingaklappið höggvið í tré

08:18 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn listamanns um tveggja milljóna króna styrk til að gera höggmyndir af landsliði Íslands í víkingaklappi og setja upp fyrir utan íþróttaleikvanginn í Laugardal til borgarráðs til afgreiðslu. Meira »

Stormur sunnan- og vestanlands síðdegis

08:01 Það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-25 m/s, sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld og slær jafnvel í staðbundið rok með rigningu á láglendi að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og miðhálendinu. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

07:57 Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »

Taka stöðuna í lok vikunnar

07:37 Starfsgreinasambandið og VR halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni. Staða viðræðna verður gerð upp í vikulok hjá hvorum tveggja samtökum. Meira »

Amber enn föst á strandstað

07:22 Ekki tekst að losa hollenska flutningaskipið Amber, sem strandaði á sandrifi í innsiglingu Hornafjarðarhafnar í gærmorgun, á háflóðinu nú í morgun. Þetta staðfesti Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »

Lýsa áhyggjum af vegstikum

05:30 „Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

05:30 Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Hreinar hendur bjarga

05:30 Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum. Meira »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin”. Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins, og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Lladro stytta
Húsgögn, silfur borðbúnaður, B&G postulín matar og kaffistell, Lladro styttur, b...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...