Bæjarstjóri sem átti undir högg að sækja

Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa ...
Ármann Kr. Ólafsson, sjálfstæðisflokki og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrú Y-lista Kópavogsbúa á blaðamannafundinum. Morgunblaðið/Ómar

Slit meirihlutasamstarfsins í Kópavogi og upplausnin sem í kjölfarið fylgdi má rekja til þess að traust á bæjarstjóranum, Guðrúnu Pálsdóttur, þvarr. Með nýjum meirihluta hverfur Guðrún aftur til fyrri starfa hjá bænum sem sviðsstjóri. Hún er sögð njóta fyllsta trausts.

Málefni Guðrúnar voru til umfjöllunar á kynningarfundi nýs meirihluta síðdegis í dag. Þá voru Ármann Kr. Ólafsson, verðandi bæjarstjóri, og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Y-lista Kópavogsbúa, spurð út í það hvers vegna Guðrún gegndi ekki áfram bæjarstjórastarfinu.

Rannveig sem var í meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Næst besta flokknum, sagði að Guðrún hefði átt undir högg að sækja hjá fyrri meirihluta og það hefði ekki verið gott veganesti fyrir hana upp á framhaldið að gera. Þá vísaði hún í viðtal við Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næst besta listans, í Kópavogsblaðinu sem kom út í dag. Rannveig sagðist taka undir allt sem þar kemur fram.

Hafði ekki umboð

Í viðtalinu greinir Hjálmar frá því hvað hafi gerst áður en slitnaði upp úr samtarfi meirihlutans. „Síðan kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti 12. janúar sl. að við erum boðuð á fund með engum fyrirvara og fundarefni óljóst en á fundinum er okkur tilkynnt að Samfylkingin styðji ekki lengur bæjarstjórann og síðan tók fulltrúi Vinstri grænna undir það.“

Hjálmar segist hafa óskað eftir því að ræða við sitt fólk áður en ákvarðanir yrðu teknar og var fallist á að fundað yrði aftur um málið þremur dögum síðar, á sunnudegi. „Þrátt fyrir það hittir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, bæjarstjórann á tveggja manna fundi á föstudeginum þar á undan og tilkynnir henni að til standi að segja henni upp störfum og spyr bæjarstjórann jafnframt hvort hún vilji þiggja starf hjá Kópavogsbæ sem ekki var búið að móta og er ekki til í skipuriti bæjarins. Guðríður hafði því ekkert umboð til að bjóða bæjarstjóranum það.“

Meðal þeirra mála sem Hjálmar nefnir að komið hafi upp og snerti Guðrúnu eru svonefnd bílamál og peningaskápsmál.

Stórskaðað mannorð eftir aðför

Bílamálið kom upp í febrúar 2011 og sneri að því að fjölskyldumeðlimir Guðrúnar höfðu not af bifreið sem Kópavogsbær lagði henni til. Í kjölfarið á því sendi Guðrún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a.: „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningar­samninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins.“

Peningaskápsmálið kom svo upp í júlí en þá var gerð óháð úttekt á peningaskáp í eigu bæjarins. Leiddi hún í ljós að óinnheimtar kröfur upp á sjö milljónir fundust, að hluta til frá því tímabili sem hún var fjármálastjóri bæjarins fram til haustsins 2008.

Meðal annarra sem hafa tjáð sig um bæjarstjóramálið er Gunnar Birgisson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið seint í síðasta mánuði þar sem segir að mannorð Guðrúnar sé stórskaðað eftir aðför meirihlutans. „Þessi aðför að bæjarstjóranum var mjög ógeðfelld og er öllum fjórum fyrri meirihlutaflokkunum til ævarandi skammar. [...] Meirihluti getur að sjálfsögðu skipt um bæjarstjóra sýnist honum svo en að gera það undir fölsku flaggi og með svo lítilsigldum hætti á sér fá fordæmi enda leiddi það til endaloka meirihlutans.“

Samkomulag sem gert var í fullri sátt

Rannveig sagði á fundinum í dag að hún hefði aldrei lýst yfir vantrausti á Guðrúnu, en ljóst væri að innan fyrri meirihluta hafi henni verið gert erfitt fyrir. Hún hefði átt undir högg að sækja og því hafi verið rætt við hana um framhaldið. Niðurstaðan af þeim viðræðum hafi verið samkomulag um að hún taki við fyrra starfi. Það hafi verið gert í fullri sátt.

Einnig var rætt um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið bæjarstjórastólinn og hvort hann hefði gert um það skýlausa kröfu. Því var harðneitað og sagði Rannveig að þetta hefði verið niðurstaðan eftir hreinskiptnar umræður.

Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Guðrún Pálsdóttir fráfarandi bæjarstjóri.
Hjálmar Hjálmarsson.
Hjálmar Hjálmarsson. Árni Sæberg
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

09:25 UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Tveir fluttir á bráðamóttöku

09:20 Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á bráðamóttöku í morgun eftir árekstur á Álftanesi um áttaleytið í morgun.  Meira »

42 kg af hörðum efnum

08:55 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 42 kíló af hörðum fíkniefnum í 46 fíkniefnamálum í fyrra. Einn var með eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum innvortis. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

08:59 Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi. Meira »

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

08:18 Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...