1.600 læra íslensku

Fimm algengustu þjóðerni grunnskólanema sem fengu kennslu í íslensku sem …
Fimm algengustu þjóðerni grunnskólanema sem fengu kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. mbl.is

Á árinu 2011 fengu 1.612 nemendur styrk til að læra íslensku sem annað tungumál við íslenska grunnskóla. 1.228 eru á landsbyggðinni en 384 í Reykjavík.

Samkvæmt nýjustu gögnum á vef Hagstofu Íslands voru 1.750 nemendur í grunnskólum Austurlands á árinu 2010 og færi þessi hópur því langt með að fylla grunnskóla landshlutans.

Um 42.500 nemendur voru skráðir í grunnskólanám á Íslandi árið 2010 og var hlutfall nemenda sem fá styrk til íslenskunáms úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða frá Reykjavíkurborg um 4%. Jafngildir það einum styrkþega í hverjum 25 manna bekk.

Hlutfallið segir ekki alla söguna þar sem fjölmargir nemendur eiga annað móðurmál en íslensku en hafa orðið góð tök á málinu. Kemur það fram í því að hlutfall nemenda sem eiga sér annað móðurmál er yfirleitt hærra en hlutfall styrkþega. Í Álfhólsskóla eiga t.d. 12,4% nemenda annað móðurmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »