Skart stöðvað á leið úr landi

Fulltrúar safnaráðs komu í dag í veg fyrir að íslenskt búningaskart úr silfri væri flutt úr landi. Breska skartgripafyrirtækið P&H Jewellers hafði keypt skartið í þeim tilgangi að bræða það. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttir, formanns Safnaráðs, býr skartið yfir menningarsögulegu gildi og útflutningnum var frestað á þeim forsendum. 

Margrét segir að efla megi vitund fólks um menningarsögulegt gildi gripa sem eru í þess eigu. Að sögn fulltrúa breska fyrirtækisins sem keypti munina í vikunni benti hann mörgum á að þeir gripir sem þeir væru að reyna að koma í verð myndu glata verðmætum sínum ef þeir yrðu fluttir úr landi þar sem verðmætin lægju að verulegu leyti í tengingu við sögu Íslands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert