„Ég hef sjaldan verið jafnglaður“

Kristmundur Axel Kristmundsson söng og dansaði með Bláum ópal í …
Kristmundur Axel Kristmundsson söng og dansaði með Bláum ópal í Hörpu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við í Bláum ópal erum rosalega sáttir og þakklátir fyrir allan stuðninginn, þvílík snilld,“ segir Kristmundur Axel Kristmundsson, einn fjórmenninganna í Bláum ópal. Í bréfi sem hann sendi mbl.is eru endalausir broskarlar :-) enda segir Kristmundur Axel: „Ég hef sjaldan verið jafn glaður og bjartsýnn á lífið eins og núna. Ég vil bara þakka öllum æðislega fyrir.“

Lag Blás ópals, Stattu upp, fékk flest atkvæði í símakosningunni í Söngvakeppni sjónvarpsins í gær en hafnaði í öðru sæti þar sem dómnefnd valdi lag þeirra í þriðja sæti.

„Það þýðir ekkert að pæla í þessari kosningu þó að það sé smá skrítið að þjóðin fái ekki að eiga lokaorðið. En svona eru reglurnar hérna heima. Greta og Jónsi fara til Baku og gera sitt og gera það vel. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd, þau eru fagmenn og klára þetta með stæl. Lagið þeirra er frábært og þau eiga þetta svo sannarlega skilið.“

Kristmundur Axel segir að Blár ópal láti ekki staðar numið hér.

„Strákabandið Blár ópal er ekki búið að syngja sitt síðasta - partíið er rétt að byrja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert