Vilja nýtt kúakyn til Íslands

Arnar Bjarni Eiríksson, sem rekur eitt stærsta kúabú landsins í …
Arnar Bjarni Eiríksson, sem rekur eitt stærsta kúabú landsins í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Bændurnir í Gunnbjarnarholti og á Skáldabúðum vilja flytja inn nýtt kúakyn til landsins sem allra fyrst. Arnar Bjarni Eiríksson, sem rekur bæði búin ásamt konu sinni Berglindi Bjarnadóttur, segir nýtt kúakyn vera forsendu þess að kúabændur geti þróast áfram í mjólkurframleiðslu sinni. Þetta segir í frétt Dfs.is.

Arnar Bjarni og Berglind  eru stærstu kúabændurnir á Suðurlandi en þau eru með bú sín í Gunnbjarnarholti og Skáldabúðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mjólkurkvóti þeirra er tæplega 1 milljón lítra. Arnar Bjarni situr m.a. í stjórn Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu, sem er samvinnufélag í eigu 700 kúabænda um allt land. 

Hann vill svartskjöldóttar Holstein-kýr til landsins, en það er alþjóðlegt kúakyn, eða rauðar kýr frá Noregi til landsins.  Um þrjú ár tekur að flytja inn nýtt kúakyn, segir á vef Dfs.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert