Búin með helming loðnukvótans

Loðnan er mikil lyftistöng í atvinnulífinu.
Loðnan er mikil lyftistöng í atvinnulífinu.

Skip HB Granda, auk tveggja skipa sem fengin hafa verið til að veiða af loðnukvóta félagsins, voru í morgun búin að veiða alls um 51.000 tonn af loðnu á vertíðinni en það samsvarar helmingi úthlutaðs kvóta upp á 102.000 tonn.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarveiðisviðs HB Granda, segir á heimasíðu HB Granda að hann eigi von á því að bætt verði við kvótann síðar þar sem sýnt þyki að Grænlendingar nái ekki að nýta veiðiheimildir sínar að fullu nú á vertíðinni.


Að sögn Vilhjálms eru skipin nú að veiðum með grunnnætur skammt undan Jökulsárlóni en það hefur verið mjög góð veiði eftir að loðnan gekk upp á grunnið og þegar viðrað hefur til veiða. Loðnan er stór og góð en töluverð áta er í henni og því hefur ekkert verið fryst af loðnu í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði frá því í miðri síðustu viku. Nú er um 165 sjómílna sigling frá miðunum til Vopnafjarðar en til Akraness, þar sem fiskmjölsverksmiðjan er nú keyrð á fullum afköstum, er um 250 sjómílna sigling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert