Gæti haft áhrif á ferðamenn

Úr myndbandinu sem Hjörtur Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum, tók af …
Úr myndbandinu sem Hjörtur Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum, tók af „orminum“ í Jökulsá í Fljótsdal í fyrstu viku febrúar.

Það er óhætt að segja að myndskeið af „Lagarfljótsorminum“ goðsagnakennda hafi vakið heimsathygli eftir að það var birtist á vef Ríkisútvarpsins í byrjun febrúar.

Um fjórar milljónir manna höfðu skoðað það á vefsíðunni Youtube í gær og fjallað hefur verið um það í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC og af fréttastöðvunum Reuters og Fox News.

Discovery News reyndi svo að leysa gátuna um það sem sést hlykkjast í vatninu og telur að um dauðan hlut hafi verið að ræða, eins og fiskinet eða dúk. Þá hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sagt að líklega sé um að ræða girðingardræsu sem dragi á eftir sér íshröngl í leysingunum. Hvað sem þarna hefur verið á ferð er sagan góð og hefur vakið heimsathygli.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag á Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri hjá Ferðamálastofu, erfitt með að svara hvort sú athygli, sem þetta myndskeið hefur vakið, eigi eftir að hafa áhrif á ferðamannastrauminn til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »