Fréttaskýring: Óheillaþróun í fæðingarorlofi

Feður taka færri fæðingarorlofsdaga en fyrir kreppu.
Feður taka færri fæðingarorlofsdaga en fyrir kreppu. Mbl.is/Golli

Börn fædd á undanförnum tveimur árum hafa notið um 15-20 færri daga í samvistum við feður sína, en börn sem fæddust árin fyrir bankahrun. Síðan kreppan skall á hafa nýbakaðir foreldrar síður séð sér fært að nýta fæðingarorlofið, sérstaklega feður. Hámarksgreiðsla úr sjóðnum hefur lækkað um rúm 40%.

Fæðingarorlof Íslendinga hefur lengi verið fyrirmynd annarra þjóða, enda hefur reynslan af því reynst afar góð bæði við að tryggja báðum foreldrum jafna umgengni við nýfædd börn sín og jafna stöðu á vinnumarkaði. Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafa hinsvegar orðið breytingar á, því jafnt og þétt hefur dregið úr nýtingu foreldra á þessum orlofsrétti sínum. Að sama skapi hafa greiðslur úr sjóðnum lækkað.

„Foreldrar hafa lýst því þegar þeir koma til okkar að þetta yrði of mikil tekjuskerðing. Þeir telja sig ekki ráða við það að fara bæði í fæðingarorlofið,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Frá aldamótum hefur staðan verið þannig að 99-100% mæðra nýta rétt sinn í Fæðingarorlofssjóði en um 90% feðra. Þegar mest lét tóku mæður að meðaltali 180 daga í orlof en feður 102 daga.

Hámarksgreiðsla helmingi lægri

Þróunin í kreppunni er hinsvegar greinilega niður á við ár frá ári, sérstaklega hjá feðrum. Milli ára 2008 og 2009 fækkaði orlofsdögum feðra úr 102 í 98. Karlar sem eignuðust barn árið 2010 hafa að meðaltali tekið 87 daga orlof og feður barna fæddra árið 2011 að meðaltali 77 daga. Hafa ber í huga að orlofsrétturinn varir í þrjú ár frá fæðingu barnsins og eiga sumir því enn möguleika á að nýta sinn rétt. Þó er algengast að mæður taki sitt orlof strax við fæðingu í einni lotu, en algengast að feður taki um einn mánuð í byrjun en afganginn sumarið eftir fæðingu.

Fram kemur í skýrslu sem velferðarráðuneytið lét vinna um fæðingarorlof haustið 2011 að tvær meginástæður eru taldar vera fyrir því að foreldrar nýta síður rétt sinn. Fyrst ber að nefna að ótryggur vinnumarkaður og efnahagsástandið almennt hefur ótvírætt áhrif. Hin ástæðan er lækkun á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Foreldri í fullu fæðingarorlofi með meðallaun yfir 200.000 fær greidd 80% af laununum, þó aldrei meira en 300.000 á mánuði. Þetta þak hefur verið lækkað fjórum sinnum frá árinu 2007 og er nú tæplega helmingi lægra en það var hæst, 535.000 kr.

Skref aftur á bak í jafnréttismálum?

Þetta hefur orðið til þess að ríkið hefur náð fram umtalsverðum sparnaði í fjárlögum til Fæðingarorlofssjóðs, bæði vegna lægri greiðslna og vegna þess að færri nýta sér þær. Í fjárlögum síðasta árs var fjárheimild til sjóðsins lækkuð í ljósi þessa. Niðurstaðan er sú að útgjöld Fæðingarorlofssjóðs voru um 3 milljörðum minni en fyrir kreppu, eða tæpir 7,2 milljarðar króna árið 2011, samanborið við 10,2 milljarða króna árið 2008. „Þessar tölur eru lýsandi fyrir það hvernig stöðu við höfum verið í,“ segir Leó. „Það er óhætt að segja að Fæðingarorlofssjóður hafi lagt sitt af mörkum eftir hrunið.“

Félagslegu áhrifin hljóta hinsvegar að teljast neikvæð. Innleiðing fæðingarorlofs karla árið 2001 er jafnan talið með stærstu skrefum í jafnréttismálum á Íslandi. Rannsóknir síðustu ár benda til að fæðingarorlof karla hafi haft jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku og vinnutíma kvenna, en einnig orðið til þess að karlar taki meiri þátt í umönnun barna sinna fyrstu árin.

Þarf að breytast til að snúa þróuninni við

Aðspurður hvað unnt sé að gera til að snúa þróuninni aftur til betri vegar segist Leó ekki telja að breytingar á kerfinu sjálfu séu þarfar. Talsverður munur er t.d. milli Norðurlandanna á útfærslu fæðingarorlofs og hefur aðferðin hér reynst einna best til að tryggja nýtingu beggja foreldra. „Ég held að fyrirkomulagið hjá okkur hafi reynst ákaflega vel. Nýtingin var til fyrirmyndar og íslenska módelið var eitthvað sem horft var til, ekki síst hvernig við tengjum réttindin við kynin þannig að feður og mæður hafi sinn afmarkaða orlofsrétt sem ekki sé hægt að færa á milli.“

Leó segir að alltaf sé hægt að deila um hve hátt þakið eigi að vera á greiðslum úr sjóðnum en ef vilji sé til að ná aftur fyrri stöðu sé það eitthvað sem þurfi að skoða. „Það er mitt mat að ef við viljum auka nýtinguna aftur þá þurfa þessar tvær meginástæður að breytast. Annars vegar hámarksgreiðslan, og hinsvegar efnahagsástandið með meira öryggi á vinnumarkaði.“

Frá því kreppan hófst hafa feður nýtt sér færri daga ...
Frá því kreppan hófst hafa feður nýtt sér færri daga fæðingarorlofs með hverju árinu. Mæður nýta færri daga í orlofi, en fleiri á fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar eða sem námsmenn. Mbl.is/ Elín Esther
Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað úr rúmum 10 milljörðum þegar mest ...
Útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hafa lækkað úr rúmum 10 milljörðum þegar mest lét 2008 í rúma 7 milljarða árið 2011. Mbl.is/ Elín Esther
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veikleiki í einangrun orsök bilunar í rafmagnsstreng

10:34 Bilun í rafmagnsstreng Landsnets sem liggur til Vestmannaeyja í apríl í fyrra orsakaðist líklegast af veikleika í einangrun. Tók viðgerðin 14 daga, en sérhæfða viðgerðarskipið Isaac Newton var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjarstýrður kafbátur notaður og klippti hann strenginn í sundur, en bilunin var á 50 metra dýpi. Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

10:34 Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...