Var ekki brotlegur í starfi

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. mbl.is

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að ekkert hafi komið fram í meðferð máls Bjarna Randvers Sigurvinssonar stundakennara við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild skólans sem bendi til að hann hafi gerst brotlegur í starfi.

Kristín hefur skrifað bréf til starfsfólks Háskóla Íslands vegna þessa máls, en það hófst eftir að Vantrú kærðu kennslugögn Bjarna Randvers til siðanefndar skólans. Málið hefur verið umdeilt inna og utan skólans. Engin efnisleg niðurstaða fékkst í málið af hálfu siðanefndar.  Vantrú ákvað á síðasta ári að draga kæruna til baka.

Kristín sagðist með þessu bréfi einkum hafa vilja leggja áherslu á tvö atriði. „Ég legg áherslu á að háskólastarfið grundvallast á akademísku frelsi, en því fylgir líka ábyrgð. Með akademísku frelsi felst að kennarar og vísindamenn skólans velja sjálfir rannsóknarefni sín. Þeir ráða með hvaða hætti þeir kenna og tjá sig í kennslustofunni.
Hins vegar leggi ég líka áherslu á að málfrelsið gengur í báðar áttir og ef einhverju finnst á sig hallað eða hefur athugasemdir við það sem hér fer fram þá er mikilvægt að þeir komi sjónarmiðum sínum á framfæri og við sem hér störfum þurfum alltaf að vera reiðubúin að taka við gagnrýni og leiða hana til niðurstöðu.  Komi fram gagnrýni sem á erindi til siðanefndar verða málsmeðferðarreglur að vera skýrar og gegnsæjar.  Við höfum í ljósi þessa máls endurskoðað starfsreglur siðanefndar og aðra verkferla.

Í þessu máli fékkst ekki efnisleg niðurstaða. Það voru því margar spurningar í málinu sem átti eftir að svara og því vildi ég koma því á framfæri að það er ekkert sem hefur komið fram í meðferð málsins sem bendir til að viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur í starfi,“ segir Kristín.

Bréf háskólarektors

Ágæta samstarfsfólk,

Í bréfi sem ég sendi öllum starfsmönnum Háskóla Íslands 7. desember sl. varðandi mál félagsins Vantrúar og Bjarna Randvers Sigurvinssonar stundakennara, lagði ég áherslu á fjögur meginatriði. Í fyrsta lagi að frumskylda háskóla væri að standa vörð um akademískt frelsi í kennslu og rannsóknum, og almennt um málfrelsi starfsmanna sinna. Í öðru lagi vakti ég athygli á að siðanefnd Háskóla Íslands verði að starfa sjálfstætt og án afskipta rektors, háskólaráðs, háskólasamfélagsins eða annarra sem hlut kunna að eiga að máli. Í þriðja lagi lýsti ég þeirri skoðun að málsmeðferðarreglur siðanefndar á hverjum tíma verði að vera skýrar og gegnsæjar. Í því samhengi vakti ég athygli á að starfsreglur siðanefndar hefðu verið endurskoðaðar í ljósi athugasemda óháðrar nefndar sem háskólaráð skipaði í góðri sátt við málsaðila til að fara yfir málið í heild sinni. Ráðið ákvað enn fremur að efna til málþings um akademískt frelsi í kennslu og rannsóknum sem haldið var 27. janúar sl. Í fjórða lagi hef ég bent á að þrátt fyrir að finna megi að málsmeðferð, líkt og óháða nefndin gerir, tel ég að siðanefnd og forystumenn Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar hafi verið í góðri trú þegar þeir leituðu sátta í málinu (m.a. í samræmi við ákvæði siðareglna þar um) þótt vissulega megi deila um hvenær, hvernig og hve lengi leita eigi sátta í slíkum málum.

Ég hef haft framangreint mál til frekari skoðunar í því augnamiði að sjá hvernig megi ljúka því þannig að þau sár sem það hefur valdið megi gróa um heilt. Niðurstaða mín eftir þessa yfirvegun er tvíþætt:

Í fyrsta lagi vil ég ítreka þá grundvallarafstöðu að frumskylda háskóla er að standa vörð um akademískt frelsi starfsmanna sinna í kennslu og rannsóknum. Engin óvissa má ríkja um rétt háskólakennara til að tjá sig frjálst í kennslustofunni samkvæmt eigin sannfæringu. Þessi réttur felur í sér að heimilt er að gagnrýna ólík viðhorf, kenningar og gildismat ogtakmarkast hann aðeins af lögum í samfélaginu og viðurkenndum siðareglum háskólasamfélaga. Komi fram gagnrýni á störf háskólakennara sem á erindi til siðanefndar verður málsmeðferð því að lúta skýrum og gagnsæjum reglum. Ég minni á að gagnrýnin kennsla og fræðimennska í lifandi háskólaumhverfi getur vakið upp andstæð sjónarmið og hörð viðbrögð. Afar mikilvægt er að við háskólafólk séum stöðugt reiðubúin til gagnrýninnar samræðu um störf okkar og að háskólakennarar sýni ábyrgð og virði rétt annarra, innan háskólasamfélagsins og utan, til að koma sjónarmiðum sínum að. Jafnframt ber þeim að hvetja nemendur sína til að taka sjálfstæða og gagnrýna afstöðu til kennsluefnisins.

Í öðru lagi tel ég rétt að bregðast við því að ekki fékkst efnisleg niðurstaða í málið sem er bagalegt í ljósi þess hvernig umræðan hefur þróast og hversu viðamikil hún hefur orðið. Vantrú dró að endingu umkvörtun sína til baka. Lyktir máls hafa skilið eftir ýmsar erfiðar spurningar sem valda málsaðilum skiljanlega hugarangri. Ég get að sjálfsögðu ekki kveðið upp efnislegan úrskurð í málinu. Hins vegar vil ég árétta að ekkert hefur komið fram í meðferð málsins sem bendir til þess að viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur í starfi.

mbl.is

Innlent »

Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki

05:30 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við framhaldsskóla að þeir sníði mætingarreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki. Meira »

Vegakerfið þarf 170 milljarða

05:30 „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.   Meira »

Leggur til lækkun yfirvinnukaups

05:30 Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. Meira »

Vinna í ráðuneytum kortlögð

05:30 Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni. Meira »

Enginn bauð í biðskýlin

05:30 „Við buðum ekki í verkefnið. Það var af þeirri einföldu ástæðu að þetta var of dýrt,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, um nýafstaðið útboð Reykjavíkurborgar á strætóskýlum. Meira »

Hvalategundir hafa aldrei verið fleiri

05:30 „Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið. Meira »

Taka á móti norskum skipum

05:30 Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnslan tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. Meira »

Hvetja fólk til að bóka bílastæði

05:30 Isavia hefur beint því til fólks sem hyggst leggja land undir fót um páskana og ferðast til og frá Keflavík á eigin bíl að bóka bílastæði við flugstöðina fyrirfram. Meira »

Áfram milt veður næstu daga

Í gær, 22:41 Áfram er útlit fyrir hæglætisveður á öllu landinu næstu daga en það snýr í norðaustanátt með kólnandi veðri þegar líða fer á vikuna. Meira »

Ferðir spóa kortlagðar með GPS

Í gær, 21:42 „Þetta eru fyrstu frumniðurstöður og þær sýna að þessir fuglar eru að nota miklu stærri svæði en við höfum haldið,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur í samtali við mbl.is. Hann deildi fyrir skömmu mynd í Facebook-hópnum Fuglafréttir úr Rangárvallasýslu sem sýnir ferðir spóa, sem merktir voru með GPS sendum, á varptíma. Meira »

Snýr að sérhæfðara sjúkrahúsi

Í gær, 21:23 Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var við lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag kemur meðal annars fram að farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Meira »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

Í gær, 18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Í gær, 18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

Í gær, 17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »
Alhliða múr- og viðhaldsþjónusta
Tökum að okkur viðhald fasteigna s.s. alhliða múrverk/viðgerðir, flísalagnir, fl...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...