Var ekki brotlegur í starfi

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. mbl.is

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að ekkert hafi komið fram í meðferð máls Bjarna Randvers Sigurvinssonar stundakennara við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild skólans sem bendi til að hann hafi gerst brotlegur í starfi.

Kristín hefur skrifað bréf til starfsfólks Háskóla Íslands vegna þessa máls, en það hófst eftir að Vantrú kærðu kennslugögn Bjarna Randvers til siðanefndar skólans. Málið hefur verið umdeilt inna og utan skólans. Engin efnisleg niðurstaða fékkst í málið af hálfu siðanefndar.  Vantrú ákvað á síðasta ári að draga kæruna til baka.

Kristín sagðist með þessu bréfi einkum hafa vilja leggja áherslu á tvö atriði. „Ég legg áherslu á að háskólastarfið grundvallast á akademísku frelsi, en því fylgir líka ábyrgð. Með akademísku frelsi felst að kennarar og vísindamenn skólans velja sjálfir rannsóknarefni sín. Þeir ráða með hvaða hætti þeir kenna og tjá sig í kennslustofunni.
Hins vegar leggi ég líka áherslu á að málfrelsið gengur í báðar áttir og ef einhverju finnst á sig hallað eða hefur athugasemdir við það sem hér fer fram þá er mikilvægt að þeir komi sjónarmiðum sínum á framfæri og við sem hér störfum þurfum alltaf að vera reiðubúin að taka við gagnrýni og leiða hana til niðurstöðu.  Komi fram gagnrýni sem á erindi til siðanefndar verða málsmeðferðarreglur að vera skýrar og gegnsæjar.  Við höfum í ljósi þessa máls endurskoðað starfsreglur siðanefndar og aðra verkferla.

Í þessu máli fékkst ekki efnisleg niðurstaða. Það voru því margar spurningar í málinu sem átti eftir að svara og því vildi ég koma því á framfæri að það er ekkert sem hefur komið fram í meðferð málsins sem bendir til að viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur í starfi,“ segir Kristín.

Bréf háskólarektors

Ágæta samstarfsfólk,

Í bréfi sem ég sendi öllum starfsmönnum Háskóla Íslands 7. desember sl. varðandi mál félagsins Vantrúar og Bjarna Randvers Sigurvinssonar stundakennara, lagði ég áherslu á fjögur meginatriði. Í fyrsta lagi að frumskylda háskóla væri að standa vörð um akademískt frelsi í kennslu og rannsóknum, og almennt um málfrelsi starfsmanna sinna. Í öðru lagi vakti ég athygli á að siðanefnd Háskóla Íslands verði að starfa sjálfstætt og án afskipta rektors, háskólaráðs, háskólasamfélagsins eða annarra sem hlut kunna að eiga að máli. Í þriðja lagi lýsti ég þeirri skoðun að málsmeðferðarreglur siðanefndar á hverjum tíma verði að vera skýrar og gegnsæjar. Í því samhengi vakti ég athygli á að starfsreglur siðanefndar hefðu verið endurskoðaðar í ljósi athugasemda óháðrar nefndar sem háskólaráð skipaði í góðri sátt við málsaðila til að fara yfir málið í heild sinni. Ráðið ákvað enn fremur að efna til málþings um akademískt frelsi í kennslu og rannsóknum sem haldið var 27. janúar sl. Í fjórða lagi hef ég bent á að þrátt fyrir að finna megi að málsmeðferð, líkt og óháða nefndin gerir, tel ég að siðanefnd og forystumenn Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar hafi verið í góðri trú þegar þeir leituðu sátta í málinu (m.a. í samræmi við ákvæði siðareglna þar um) þótt vissulega megi deila um hvenær, hvernig og hve lengi leita eigi sátta í slíkum málum.

Ég hef haft framangreint mál til frekari skoðunar í því augnamiði að sjá hvernig megi ljúka því þannig að þau sár sem það hefur valdið megi gróa um heilt. Niðurstaða mín eftir þessa yfirvegun er tvíþætt:

Í fyrsta lagi vil ég ítreka þá grundvallarafstöðu að frumskylda háskóla er að standa vörð um akademískt frelsi starfsmanna sinna í kennslu og rannsóknum. Engin óvissa má ríkja um rétt háskólakennara til að tjá sig frjálst í kennslustofunni samkvæmt eigin sannfæringu. Þessi réttur felur í sér að heimilt er að gagnrýna ólík viðhorf, kenningar og gildismat ogtakmarkast hann aðeins af lögum í samfélaginu og viðurkenndum siðareglum háskólasamfélaga. Komi fram gagnrýni á störf háskólakennara sem á erindi til siðanefndar verður málsmeðferð því að lúta skýrum og gagnsæjum reglum. Ég minni á að gagnrýnin kennsla og fræðimennska í lifandi háskólaumhverfi getur vakið upp andstæð sjónarmið og hörð viðbrögð. Afar mikilvægt er að við háskólafólk séum stöðugt reiðubúin til gagnrýninnar samræðu um störf okkar og að háskólakennarar sýni ábyrgð og virði rétt annarra, innan háskólasamfélagsins og utan, til að koma sjónarmiðum sínum að. Jafnframt ber þeim að hvetja nemendur sína til að taka sjálfstæða og gagnrýna afstöðu til kennsluefnisins.

Í öðru lagi tel ég rétt að bregðast við því að ekki fékkst efnisleg niðurstaða í málið sem er bagalegt í ljósi þess hvernig umræðan hefur þróast og hversu viðamikil hún hefur orðið. Vantrú dró að endingu umkvörtun sína til baka. Lyktir máls hafa skilið eftir ýmsar erfiðar spurningar sem valda málsaðilum skiljanlega hugarangri. Ég get að sjálfsögðu ekki kveðið upp efnislegan úrskurð í málinu. Hins vegar vil ég árétta að ekkert hefur komið fram í meðferð málsins sem bendir til þess að viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur í starfi.

mbl.is

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...