Örn Bárður tekinn af dagskrá

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hlustendum Rásar 1 brá mörgum hverjum í brún í gærkvöldi þegar lestur Passíusálma hófst, en í stað raddar Arnar Bárðar Jónssonar sóknarprests hljómaði rödd Péturs Gunnarssonar. Reyndist ekki um mistök að ræða en stjórnendur Ríkisútvarpsins ákváðu að taka Örn af dagskrá vegna framboðs hans til biskups.

Lestur Passíusálma hófst mánudaginn 6. febrúar sl., en þeir eru fluttir árlega á níu vikna föstu og hefur svo verið get síðan 1944. Á vef Ríkisútvarpsins segir að á undanförnum áratugum hafi margt þjóðkunnra manna, presta og leikmanna, lesið sálmana. „Fyrstur til að lesa þá var Sigurbjörn Einarsson biskup, en af öðrum lesurum má nefna Andrés Björnsson útvarpsstjóra, Jón Helgason prófessor, Sigurð Nordal, Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur.“

Sama gildir um aðra dagskrárliði

Lesari í ár er Örn Bárður, sem er sóknarprestur við Neskirkju í Reykjavík. Hann hafði þegar lesið alla sálmana inn á upptökuband og tíu sálmum verið útvarpað þegar ákvörðun var tekin um að skipta Erni út. „Okkur fannst eðlilegt að taka hann út þar sem hann er kominn í framboð en með því gætum við jafnræðis milli hans og annarra sem eru í sömu stöðu,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins.

Sigrún segir að það sama gildi um morgunbænir, sunnudagshugvekjur og messur; þeir sem eru í framboði til biskups taki ekki þátt í þessum dagskrárliðum fyrir Ríkisútvarpið.

En þó svo hætt hafi verið við Örn í ár er ekki þar með sagt að upptökurnar fari í súginn. „Við getum notað hann síðar, enda les hann alveg ljómandi vel,“ segir Sigrún. „En við töldum þetta eðlilegt.“

Ákveðið hefur verið að Pétur Gunnarsson lesi tíu sálma og svo taki annar lesari við. Sigrún segir að fyrirkomulaginu sé oft breytt milli ára. „Í fyrra vorum við með ungt fólk sem las og núna er hópur eldri borgara við æfingar og ætlar að taka upp passíusálma fyrir næsta ár. Það er skemmtilegt að breyta svona til.“

Almenningi finnst þetta skrítið

Sjálfur segist Örn Bárður verða að skilja stjórnendur Ríkisútvarpsins og löngun þeirra til að tryggja jafnræði. Hann segist engar athugasemdir gera við það að vera tekinn af dagskrá. „Ég er ekki með neinn uppsteyt og hreyfi engum andmælum. Stofnunin hefur sínar reglur og tekur sínar ákvarðanir. Ég veit þó að sumum finnst þetta svolítið stíft og skrítið, almenningi, en ég lýsi skilningi á þessu.“

Örn hefur ekki áhyggjur af því að upptökurnar verði ekki notaðar. „Þetta verður sett í salt og súr og kannski verður lesturinn bara bragðbetri þegar hann kemur upp úr tunnunum á næsta ári, eða hvenær sem það verður.“

Örn Bárður Jónsson.
Örn Bárður Jónsson.
Sigrún Stefánsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir Morgunblaðið/G.Rúnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

Í gær, 18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

Í gær, 18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

Í gær, 18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

Í gær, 17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

Í gær, 17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

Í gær, 18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

Í gær, 17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

Í gær, 17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar fást báðir fyrir kr: 8,900,- Voru keyptir hjá Rekstrar...
Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...