Örvar Már: Aldrei aftur vinstristjórn

Örvar Már Marteinsson
Örvar Már Marteinsson

„Dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán 15. febrúar ætti að öllu eðlilegu að knýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna til að segja af sér,“ segir Örvar Már Marteinsson, sjómaður og stjórnmálafræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

„Það var samdóma álit allra sjö dómaranna að lög nr. 151 frá 2010, sem ríkisstjórnarflokkarnir hrófluðu upp af mikilli hroðvirkni, stönguðust á við stjórnarskrá. Nú er því orðið ljóst að umrædd lög hafa valdið gríðarlega miklum skaða,“ segir Örvar Már. Hann segir í grein sinni að það yrði of langt mál að útlista hina pólitísku spillingu sem grasserað hefur í tíð vinstristjórnarinnar eða andstöðu hennar við uppbyggingu atvinnulífsins enda sorgarsaga sem aðeins ergir lesandann.

Grein Örvars Más má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert