Lögðu til 30% samdrátt í makrílveiðum 2012

Frá samningafundi strandríkja í Reykjavík.
Frá samningafundi strandríkja í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar ljóst varð á fundi strandríkja í Reykjavík á fimmtudag, að ekki næðist samkomulag um skiptingu makrílkvóta, lagði Ísland til að allir aðilar drægju hlutfallslega jafnt úr veiðum sínum á þessu ári.

Makrílveiðarnar á síðasta ári voru rúmlega 900 þúsund tonn en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, var 640 þúsund tonn. Að sögn Tómasar H. Heiðar, aðalsamningamanns Íslands, gerði tillaga Íslands ráð fyrir að aðilarnir myndu hver um sig draga úr veiðum sínum á þessu ári um 30%. Slíkt bráðabirgðasamkomulag, sem væri til þess fallið að vernda stofninn, myndi einungis gilda fyrir árið 2012 og ekki hafa neitt fordæmisgildi fyrir skiptingu aflaheimilda í framtíðinni.

„Því miður voru hinir aðilarnir ekki reiðubúnir til að fallast á tillöguna,“ segir Tómas. Í samtali við Morgunblaðið í dag um fundinn segir hann að enginn fótur sé fyrir þeirri fullyrðingu að Ísland hafi ekki tekið virkan þátt í samningaviðræðunum. Í lok viðræðufundar, sem haldinn var í Bergen í janúar sl., hafi Ísland lagt fram tillögu um skiptingu aflaheimilda milli aðila málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert