Kirkjan verði lýðræðislegri

MBL Sjónvarp ræðir á næstu vikum við frambjóðendur í biskupskjörinu sem fer fram á næstunni. Þannig gefst almenningi tækifæri til að kynnast þeim sem eru í framboði þó að kosningaréttur sé ekki almennur. Í dag ræðir Þórhallur Heimisson um kirkjuna, trúna og biskupsstólinn.

Þórhallur segir að kirkjan þurfi að vera lýðræðislegri. Fleiri þurfi að koma að og fá stærri hlutverk innan kirkjunnar - lykilatriði sé að einfalda stofnunina. Hann segir biskupskosninguna í ár vera gríðarlega mikilvæga eftir mikla umbrotatíma.

mbl.is