Vill ESB-tillögu á dagskrá

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hvatti forseta Alþingis til þess á þingfundi í dag að þingsályktunartillaga hennar, um að kosið yrði um það í þjóðaratkvæði í vor hvort halda ætti umsókn um inngöngu í Evrópusambandið áfram samhliða forsetakosningum í sumar, yrði tekin á dagskrá þingsins á næstu dögum.

Hún sagði tillögu sína vera hliðstæða að þessu leyti og þingsályktunartillagu sem liggur fyrir þinginu og greitt verður atkvæði um í dag sem meðal annars kveður á um að frumvarp til stjórnskipunarlaga verði borið undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningunum.

mbl.is