Inflúensan sækir enn í sig veðrið

Bólusett við inflúensu.
Bólusett við inflúensu. mbl.is/Ómar

Inflúensan er enn í sókn hér á landi og hafa komur á heilsugæslustöðvar og á Læknavaktina verið með meira móti undanfarnar vikur. Fæst inflúensutilfelli rata inn á spítalana sem þó hafa séð mikið annríki undanfarið, bæði vegna umgangspesta og vegna annarra heilsufarsvandamála landsmanna.

Í umfjöllun um úbreiðslu flensunnar í Morgunblaðinu í dag segir, að á læknavaktinni í Kópavogi, sem opin er um helgar og á kvöldin virka daga, hafi síðastliðnar vikur þurft að kalla út viðbótarmannskap til að anna öllum þeim sjúklingum sem sótt hafa þjónustuna. Viðmiðið er hálf klukkustund, sé biðtíminn orðinn lengri er fleiri læknum bætt á vaktina.

Aðsókn á heilsugæsluna í Mjódd hefur verið stíf undanfarinn mánuð. Starfsfólk hefur ekki verið nógu margt til að anna eftirspurninni, bið verið eftir tímum og alltaf fullt á svokallaðri síðdegisvakt frá kl. 16-18.

Mikill erill hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri undanfarna daga en Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri handlækningasviðs, segir þó ekki bara flensunni um að kenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert