Furða sig á farvegi stjórnlagamálsins

Stjórnlagaráð á fundi.
Stjórnlagaráð á fundi. mbl.is/Golli

„Málið er náttúrlega það að menn gleyma því að stjórnarskráin er lög og það gilda lögfræðileg rök um hana og hvernig hægt er að setja hlutina fram og þeir þurfa að sjálfsögðu að hafa eitthvert innra samræmi.“

Þetta segir Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, í Morgunblaðinu í dag um meðferð Alþingis á tillögum stjórnlagaráðs. Hann bætir við: „Þannig að ef þjóðin verður látin kjósa, annaðhvort um hundrað greinar eða eina og eina grein, eða hvernig sem menn ætla að fá fram „vilja þjóðarinnar“, þ.e. ef kosið verður um fullbúnar greinar, þá bjóða menn heim hættu á því að eitthvað sé tekið út sem er síðan nauðsynlegt samhengisins vegna.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kalla Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. eftir aukinni vinnu og umfjöllun af hálfu Alþingis um tillögur stjórnlagaráðs. Hafa öll þrjú efasemdir um og furða sig á núverandi ferli málsins, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »