Kostnaðarsöm starfslok skólastjóra

Garður.
Garður. www.mats.is

Heildarkostnaður sveitarfélagsins Garðs vegna samkomulags um starfslok skólastjóra Gerðaskóla um áramótin síðustu nam tæpum tuttugu milljónum króna. Fulltrúi í minnihluta gagnrýnir málsmeðferðina alla, segir kostnað bæjarfélagsins gríðarlegan og málið allt hið furðulegasta.

Starfslok skólastjórans komu í kjölfar mikillar umfjöllunar um einelti í Gerðaskóla. Rúmlega þrettán prósent nemenda skólans sögðust verða fyrir einelti oftar en 2-3 sinnum í mánuði, en það er næstum helmingi hærri tala en á landsvísu.

Í fundargerð skólanefndar bæjarins frá því í október sagði meðal annars að fyrir einelti mætti ekki undir nokkrum kringumstæðum gefast upp og leitað yrði allra leiða til að koma þeim málum á rétta braut.

Í desember var svo gengið frá samkomulagi um starfslok Péturs Brynjarssonar, skólastjóra Gerðaskóla. Var bæjarstjóra og lögmanni bæjarins falið að ganga frá starfslokasamningi við skólastjórann sem lét af störfum um áramót.

Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu í kjölfarið eftir upplýsingum um kostnað vegna starfslokanna og barst svarið á fundi bæjarstjórnar fyrr í þessum mánuði. „Samtals kostnaður vegna starfsloka skólastjórans með launum, tryggingagjaldi, lífeyrissjóði, sjúkra- og orlofsgjaldi og orlofsh.sj. er 17.701.700.- og samanlagður lögfræðikostnaður á árinu 2011 vegna skólamála er 1.896.075.-,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Einnig var lögð fram tilaga um að draga til baka áminningu sem Pétri var veitt í september síðastliðnum vegna brota í starfi. Áminningin var mjög gagnrýnd á sínum tíma og sögðu fulltrúar minnihlutans að verið væri að áminna skólastjórann fyrir að brjóta reglu sem ekki væri til. Ekki var upplýst hvers vegna Pétur var áminntur en áminningin kom til eftir að hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki eineltismál nægilega föstum tökum.

Bæjarstjórnin samþykkti að fella áminninguna niður en fulltrúi N-lista óskaði bókað, að honum þætti málið allt með endemum, rökstuðningur enginn og málið í heild sinni hið furðulegasta. „Kostnaður bæjarfélagsins er gríðarlegur og meirihluti bæjarfulltrúa hefur farið offari sem er til skammar fyrir íbúa Garðs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Tugum dýra bjargað – metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit bjargaði tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Vel veiðist af kolmunna við Írland

05:30 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni.  Meira »
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...