Ögmundur: Ógeðfellt aðlögunarferli

Frá flokksráðsfundi VG í Reykjavík fyrr í dag.
Frá flokksráðsfundi VG í Reykjavík fyrr í dag. Ómar Óskarsson

Aðildarferlið vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB er í raun aðlögunarferli sem tekur mið af inngöngu Austur-Evrópuríkja í sambandið í tveim lotum á síðasta áratug. Þetta er skoðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem fullyrti á flokksráðsfundi VG nú síðdegis að ferlið væri mun kostnaðarsamara og ágengara en lagt var upp með.

„Ég er einn þeirra sem greiddu atkvæði með því að við gengjum til viðræðna við Evrópusambandið. Ég hef ekki horfið frá þeirri afstöðu sem ég tók þá, þótt það eigi við um mig, eins og marga aðra, hygg ég, að finnast þetta ferli hafa orðið allt annað en ég ætlaði, miklu dýpra, miklu kostnaðarsamara, miklu frekara og miklu ágengara.“

„Hvers vegna segi ég þetta?“ spurði Ögmundur og rökstuddi mál sitt.

„Við fengum ágæta áminningu um daginn. Hún var frá utanríkismálanefnd Evrópusambandsins. Hún var með skilaboð til Íslands. Og hver voru þessi skilaboð - fyrir utan það að gefa okkur einkunn fyrir það hvernig við stæðum okkur í því almennt að markaðsvæða okkar samfélag og hvetja okkur til þess að ganga enn harðar fram í þeim efnum, meðal annars með því að opna á markaðsvæðingu orkugeirans, raforkugeirans?“ spurði Ögmundur. Hann svaraði svo spurningunni og sagði að í skilaboðunum fælist „hvatning frá Brussel um að fara að drífa í þessu, að opna fyrir erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi [og] hvatning til þess að fá okkur inn sem allra fyrst vegna þess að hagsmunum Evrópusambandsins væri þá betur gætt á norðurskautinu og á norðurslóðum“.

„Það væri mikilvægt fyrir Evrópusambandið að fá Ísland undir sína regnhlíf svo hægt væri að gæta betur að hagsmunum, ekki okkar, heldur hagsmunum Evrópusambandsins, ekki náttúrunnar, nei hagsmunum Evrópusambandsins á norðurslóðum.“

Innilegt faðmlag Íslendinga

Ögmundur gagnrýndi jafnframt afstöðu ESB til samstarfs Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 

„Það er ástarjátning í yfirlýsingu utanríkismálanefndar Evrópusambandsins til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því er sérstaklega fagnað hve innilegt faðmlag Íslendinga var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á liðnum mánuðum og árum. Ógeðfelldust fannst mér skilaboðin samt, sem send voru til Jóns Bjarnasonar, þar sem fagnað var að hann væri horfinn úr ríkisstjórn.

Utanríkismálanefnd Evrópusambandsins nóterar að það hafi orðið ráðherraskipti 31. desember. En segir jafnframt að nú sé þess að vænta að ásetningur ríkisstjórnarinnar verði enn harðari að laga sig að óskum Evrópusambandsins en áður var. Þetta er ógeðfellt. En ekkert að þessu kemur mér á óvart. Ekki neitt.

Það kemur mér ekki heldur á óvart þegar við erum minnt á að ef við göngum í Evrópusambandið [...] afsölum við okkur rétti til sjálfstæðrar utanríkisstefnu. Munið þið Olaf Palme og hvað Svíarnir voru flottir? Hvar eru Svíar nú? Þeir eru að sjálfsögðu í sameiginlegri utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Að sjálfsögðu. Einu fyrirvararnir sem við gerum snúa í reynd að herleysi okkar. Ekkert annað. Við verðum farþegar í Evrópuhraðlestinni að öðru leyti.“

Tilgangslaust að kíkja í pokann 

Ögmundur sagði öllum ljóst hvað aðild að ESB fæli í sér.

„Ég get nefnt aðra þætti sem koma fram í þessum ályktunum frá utanríkismálanefnd Evrópusambandsins. Ég ætla ekki að tyggja það upp hér frekar. Við þekkjum þessar áherslur. Það eru sumir sem  tala um að við þurfum að sjá í pokann, að sjá hvað komi út úr viðræðunum við Evrópusambandið. Að sjálfsögðu vitum við hvað er í pokanum.

Það er þetta hérna sem þau eru að minna okkur á að hraða okkur að gera, að laga okkur að grunnregluverki Evrópusambandsins á öllum sviðum, hvort sem það snýr að fjárfestingu í sjávarútvegi, að opna fyrir markaðsvæðingu orkufyrirtækjanna eða annað. En við mörg vildum verða við óskum þeirra sem halda að það sé eitthvað að finna í pokanum um að fá þá að sjá ofan í hann,“ sagði Ögmundur og veifaði skýrslu utanríkismálanefndar ESB.

„En ég segi, hvert er langlundargerð okkar í þessum efnum? Hversu lengi ætlum við að láta niðurlægja okkur með yfirlýsingum af því tagi sem ég var að vitna í hér? Og með því að láta okkur setja mikla fjármuni í þetta ferli allt saman.

Ég hef oft sagt og skrifaði það haustið 2010 að við ættum að fá efnislega niðurstöðu í þá þætti sem mestu varða fyrir Ísland þar sem menn vilja sjá ofan í pokann. Að fá efnislega niðurstöðu fram og ganga síðan til lýðræðislegra kosninga um innihaldið.“

Falsrök nauðhyggjumanna

Með ofangreind atriði í huga vill Ögmundur að ríkisstjórnin taki af skarið og geri þjóðinni kleift að kjósa um aðild að ESB. 

„Nú legg ég til sem ég hef áður gert, margoft, að Vinstrihreyfingin - grænt framboð segi við Evrópusambandið: Við viljum fá lyktir í þessar viðræður áður en gengið verður til næstu alþingiskosninga og í síðasta lagi á þeim tímapunkti verði málið gert upp í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá segja nauðhyggjumenn: Þetta er ekki hægt, Evrópusambandið leyfir þetta ekki. Evrópusambandið leyfði það 1994 gagnvart Noregi. Það var vegna þess að Noregur var hluti af EES. Reyndar erum við enn meiri hluti vegna þess að margt hefur gerst á þessum tíma.

Við höfum lagað okkur að regluverkinu að mestu leyti en það á að setja okkur inn í ferli Balkanskagans og [innsk. ríkja] Austur-Evrópu sem hvergi höfðu komið nálægt EES og þurft[u] mikinn tíma. Ef Ísland segir að við ætlumst til þess og við eigum að segja það við okkar samningamenn og samninganefnd ESB að við viljum fá niðurstöður í þessa viðræður, efnislegar niðurstöður [...] og kjósa síðan um málið og koma þessu óþurftarmáli út úr heiminum,“ sagði Ögmundur og uppskar dynjandi lófatak í vestursal Grand Hótels. 

mbl.is

Innlent »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára Crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í Crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »

Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

18:15 Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Meira »

Sagt upp vegna klámmyndbands

17:59 Klámmyndband sem tekið var upp í heimavistarhúsi Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað rataði inn á vinsæla erlenda klámsíðu í stuttan tíma í lok júní. Starfsmaður sumarhótels sem rekið er á staðnum tók myndbandið upp og var sagt upp í kjölfarið. Meira »

Segir þolinmæði á þrotum

17:25 „Ég er ósammála því að það liggi ekki sérstaklega á þessu. Staðan í Vestmannaeyjum er þannig að hingað er komið nýtt skip, tilbúið til siglinga, og það sem stendur út af er að skipið getur ekki lagst að bryggjumannvirkjum í Vestmannaeyjum,“ segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

17:05 Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Sjólaskipasystkini ákærð vegna skattamála

16:59 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega. Meira »

Hvaða ungu Íslendingar skara fram úr?

16:40 Í fyrra var Ingileif Friðriksdóttir valin framúrskarandi ungur Íslendingur af tvöhundruð tilnefndum. Nú hefur aftur verið opnað fyrir tilnefningar og landsmenn hafa þrjár vikur til að bregðast við. Meira »

Reyna að koma skútunni í land síðdegis

16:29 Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ný skilti ekki lækkað hraðann

16:07 Lögreglan myndaði brot 92 ökumanna sem keyrðu of hratt á Hringbraut í Reykjavík í gær. Á klukkustundartíma eftir hádegi óku 322 bílar í vesturátt og reyndust 92 þeirra yfir löglegum hámarkshraða, eða um 29%. Meira »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
TIL LEIGU
Lítið einbýlishús í Garðabæ til leigu frá 1. okt. til maíloka 2020. Tvö svefnher...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...