Forsetar „rjúka ekki til“

Ólafur Ragnar Grímsson veitir undirskriftalistanum viðtöku á Bessastöðum á mánudaginn ...
Ólafur Ragnar Grímsson veitir undirskriftalistanum viðtöku á Bessastöðum á mánudaginn var. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur aldrei gerst í sögu forsetaembættisins að menn rjúki til í janúar eða febrúar og tilkynni að þeir ætli að gefa kost á sér og fari svo að safna stuðningi á eftir,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og vísar á bug fullyrðingum að hann hafi dregið fram úr hófi að gera grein fyrir því hvort hann sækist eftir endurkjöri.

Forsetinn ræddi framgöngu fyrri forseta hvað þetta varðar á blaðamannafundinum á Bessastöðum á mánudaginn. Hann gagnrýndi fræðimenn fyrir óvandaðar sögulegar skírskotanir og hvernig fjölmiðlar hefðu kynt undir getgátur um að forsetinn væri ef til vill ekki að fara að hætta, líkt og hann hefði tekið fram skýrt og greinilega í nýársávarpinu.

Var skýr yfirlýsing

„Eins og ég hef nú sagt alloft hér á þessum fundi og get sagt einu sinni enn að þá tel ég að nýársávarp mitt hafi verið mjög skýr yfirlýsing. Sú niðurstaða var hins vegar ekki virt af tvennum ástæðum.

Annars vegar vegna þess að í fjölmiðlum hófst þessi umfjöllun um það hvað ég hefði í raun og veru áttu við. En kannski líka vegna þess að verulegur hluti þjóðarinnar - við getum deilt um það hvað hann er stór eða lítill, eins og birtist hér í dag - vildi ekki sætta sig við þá ákvörðun og tók saman höndum og hóf samræður sín á milli til þess að þrýsta á mig að gera annað en ég hafði tilkynnt.“

Hlaupa ekki til og tilkynna framboð

Forsetinn segir engin fordæmi fyrir því að sitjandi forsetar tilkynni hvort þeir ætli að halda áfram í janúar eða febrúar heldur kanni þeir baklandið með vorinu.

„Varðandi tímann að þá sýnir nú sagan að menn hafa ekki verið að gera það upp við sig í janúar- eða febrúarmánuði eða tilkynna það hvort að þeir gæfu kost á sér til forsetakjörs, vegna þess að gefur enginn heilvita maður kost á sér til forsetakjörs nema hann eða hún hafi fundið vikum eða mánuðum saman vaxandi þunga stuðningsöldu frá fólkinu í landinu, eins og Vigdís hefur lýst ágætlega hvað knúði hana til framboðs á sínum tíma.“

Vaxandi þungi stuðningsöldu 

Forsetinn heldur áfram.

„Ég þekki mjög vel aðdragandann að framboði Kristjáns Eldjárns - vegna þess að ég fylgdist náið með því á sínum tíma - það var aðeins sá mikli þungi stuðnings, mánuðum saman, upp úr áramótunum, sem leiddi til þess að Kristján Eldjárn gaf að lokum kost á sér.

Það hefur aldrei gerst í sögu forsetaembættisins að menn rjúki til í janúar eða febrúar og tilkynni að þeir ætli að gefa kost á sér og fari svo að safna stuðningi á eftir. Það hefur aldrei gerst. Menn hafa eingöngu verið bornir fram af fólkinu í landinu og það er kannski eðlilegt að hin ungar kynslóðir fjölmiðlafólks átti sig ekki á því ferli.

En við sem að munum þessar kosningar og höfum staðið í þeim sjálf berum hins vegar mikla virðingu fyrir þessum lýðræðislega vilja. Og bæði af hálfu Kristjáns og Vigdísar og mín var það alveg ljóst að engin okkar gaf kost á sér til embættis forseta Íslands nema vegna þessa þunga sem við fundum fyrir vikum og mánuðum saman.“

Vindar samstöðunnar

- Hvernig mælirðu þennan þunga?

„Það er nú út af fyrir sig engin ákveðin mælistika á því. En sá sem eða þeir einstaklingar sem að valdir eru af hálfu þjóðarinnar til að gegna slíkum trúnaðarstöðum hafa auðvitað ákveðinn skilji á vilja fólksins í landinu. Það birtist með samtölum. Það birtist með bréfum og birtist með umfjöllun í fjölmiðlum. Það er svona samansafn af því sem maður finnur fyrir og smátt og smátt verður að svona ákveðinni vitund og ákveðnum vilja. Það er engin formúla til um það.“

En þeir sem hafa verið á vettvangi lýðræðisins lengi auðvitað finna fyrir glögglega hvernig þeir vindar blása,“ sagði Ólafur Ragnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Sundföt
...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...