Að undanförnu hefur MBL Sjónvarp rætt við þá sem hafa boðið sig fram til biskups en kosningarnar fara fram í næsta mánuði. Í dag er rætt við sr. Örn Bárð Jónsson, sóknarprest í Neskirkju. Hann segir nýs biskups bíða verðug verkefni á næstu árum þar sem kirkjan þurfi að styrkja stöðu sína.