Enn þungt haldinn á gjörgæslu

mbl.is/Júlíus

Maðurinn sem varð fyrir fólskulegri árás á lögmannsstofu í Reykjavík í gær liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Að sögn læknis á gjörgæslu er ástand mannsins óbreytt og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Hann er í lífshættu.

Maðurinn sem er um sextugt var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús eftir að maður vopnaður hnífi stakk hann margsinnis. Lögmaður á stofunni kom honum til hjálpar og fékk sjálfur stungusár í átökunum. Búið var að yfirbuga árásarmanninn þegar lögregla kom á vettvang.

Að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur árásarmaðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert