Egilsstaðir næstir á dagskrá

Vélfáksmenn eru margir hrifnir af Harley Davidson mótorhjólum. Vítisenglar setja …
Vélfáksmenn eru margir hrifnir af Harley Davidson mótorhjólum. Vítisenglar setja það sem eitt inntökuskilyrða að viðkomandi eigi Harley. Þau eru einnig vinsæl hjá mótorhjóladeildum lögreglu víða um heim. mbl.is

Lögreglan telur sig hafa heimildir fyrir því að næsti viðkomustaður vélhjólasamtaka verði Egilsstaðir. Samkvæmt kortlagningu lögreglu eru ellefu vélhjólasamtök sem lögreglan fylgist með og um níutíu meðlimir. Mikill áhugi er á fjölga í samtökunum á landsbyggðinni.

Á hádegisfundi á vegum Varðbergs, samtaka um norræna samvinnu og alþjóðamál, sem fram fór í Þjóðminjasafninu í dag var fjallað um skipulagða glæpastarfsemi. Þar hélt meðal annars erindi Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Karl fór vítt og breitt yfir sviðið og tók meðal annars fyrir vélhjólasamtök. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið á undanförnum átján mánuðum. Fyrst með því að Vítisenglar (e. Hells Angels) náðu hér fótfestu en síðar með tilkomu Black Pistons sem urðu að Outlaws. Hann sagði mikinn vilja hafa komið að utan til að reka umrædd samtök hér á landi. Það hefði meðal annars sést á því, að öllu starfi samtakanna hefði um tíma verið stýrt frá Noregi.

Myndin sem blasir við lögreglunni sem stendur er sú að ellefu vélhjólasamtök eru starfrækt hér á landi sem lögreglan telur sig þurfa að fylgjast með. Flest eru þau á suðvesturhorninu en þrenn á Norðurlandi. „Nýjasta er að þeir vilja setja upp svona hóp á Egilsstöðum,“ sagði Karl Steinar.

Samfara þessu hefur orðið mikil breyting varðandi vopnasöfnun og notkun á vopnum. Þetta segir Karl Steinar að sé alveg nýtt á Íslandi og til merkis um breyttan veruleika hjá lögreglunni.

Venjulegir vélhjólmenn líða fyrir breytingar

Eitt það sem Karl Steinar nefndi er áhrifin sem þessar breytingar á landslaginu, og umræða um vélhjólasamtök, hafa haft á hinn venjulega vélhjólamann á Íslandi sem jafnvel er í hópi með öðrum. Hann sagði afar mikilvægt að gerður yrði greinarmunur á vélhjólagengjum, eða vélhjólasamtökum, og svo almennum vélhjólahópum.

Karl Steinar sagði Vítisengla gera mikið í því að vera flokkaðir með almennum vélhjólahópum. Hann sagði það hins vegar ekki sýn lögreglunnar sem skilgreindi Vítisengla sem glæpasamtök. Þá sagði hann mikilvægt að yfirvöld færu í vinnu með almennum vélhjólahópum, fengju þá með í lið og til þess að skilja sig frá vélhjólasamtökum. „Staðreyndin er sú að margir sem tengjast þessum gengjum hafa hvorki réttindi né vélhjól.“ Tilgangur þeirra væri því ekki ferðalög á vélfákum.

Hluti vopnanna sem talið er að tengist vélhjólasamtökum hér á …
Hluti vopnanna sem talið er að tengist vélhjólasamtökum hér á landi. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert