Valdimar Bergstað fljótastur í flugskeiði

Valdimar Bergstað, úr liði Ganghesta/Málningar, og Prins frá Efri-Rauðalæk sigruðu í flugskeiði á móti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sem fram fór í Ölfushöllinni í kvöld. Fengu þeir tímann 5,63 sem er sami tími og Ragnar Tómasson náði en hann keppti á Isabel frá Forsæti fyrir Árbakka / Norður-Götur.

Sigurlaunin komu í hlut Valdimars þar sem hann var með betri tíma eftir báðar umferðir.

Í þriðja sæti varð Sigurbjörn Bárðarson, úr liði Lýsis, á Flosa frá Keldudal á tímanum 5,69.

Sara Ástþórsdóttir er efst í einstaklingskeppni mótaraðarinnar með 34 stig. Lið Top Reiter / Ármóta er efst í liðakeppninni með 209,5 stig. Lið Ganghesta / Málningar er komið í annað sætið eftir góða frammistöðu í kvöld.

Vefur Meistaradeildarinnar.

Valdimar Bergstað sigraði í kvöld. Myndin er úr safni.
Valdimar Bergstað sigraði í kvöld. Myndin er úr safni. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert