Kjörgögn vegna biskupskjörs voru í dag send til kjósenda. Frestur til að skila atkvæði er til 19. mars. Atkvæði póstlögð eftir þann dag eru ekki talin gild.
Átta prestar hafa boðið sig fram til embættis biskups. Biskupsefnin hafa síðustu daga haldið kynningafundi, en um 500 manns eru á kjörskrá og hafa rétt til að kjósa.
Stefnt er að talningu atkvæða föstudaginn 23. mars. Hljóti enginn meirihluta atkvæða verður önnur umferð þar sem valið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.
Stefnt er að biskupsvígslu sunnudaginn 24. júní 2012.