Krefst framlengingar gæsluvarðhalds

Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald á þriðjudaginn.
Guðgeir Guðmundsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald á þriðjudaginn. Ljósmynd/pressphotos.biz

Lögreglan mun krefjast að gæsluvarðhald yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem játaði að hafa stungið starfsmann Lagastoðar ítrekað í fólskulegri árás á mánudaginn, verði framlengt til 4. apríl. Verður hann leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 13.

Guðgeir var á þriðjudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald til kl. 16 í dag. Verður honum gert að undirgangast geðrannsókn.

Að sögn læknis á gjörgæsludeild í morgun er manninum, sem er um sextugt, enn haldið sofandi í öndunarvél. Hann er í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert