Óvenjumikill viðbúnaður

Guðgeir Guðmundsson leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.
Guðgeir Guðmundsson leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Guðgeir Guðmundsson var í dag fluttur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Óvenjumikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu við héraðsdóm í dag.

Guðgeir var fluttur í jeppabifreið sérsveitar ríkislögreglustjóra og fylgdu henni tvær lögreglubifreiðir. Portinu bak við héraðsdóm var einnig lokað fyrir almenningi á meðan Guðgeir var inni í dómhúsinu.

Ofbeldismenn eru gjarnan fluttir af sérsveit ríkislögreglustjóra en sjaldgæft er að fleiri lögreglubílar fylgi með í för.

Guðgeir veitti tveimur starfsmönnum lögmannsstofu áverka með eggvopni síðastliðinn mánudag. Annar þeirra liggur enn alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans. Árásarmaðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. apríl nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert