Stærð málsins ástæða tafa

Þjórsá.
Þjórsá. mbl.is/Rax

Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu, skrifa Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra á vef iðnaðarráðuneytisins.

Í júlí síðastliðnum skilaði verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar lokaskýrslu sinni. Í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu.

Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk, skrifa ráðherrarnir. „Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli.“

Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsins ákveðin.

„Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum,“ skrifa ráðherrarnir.

„Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósarsamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum.“

Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar,“ skrifa ráðherrarnir á heimasíðu iðnaðarráðuneytisins.

Oddný Harðardóttir, iðnaðarráðherra.
Oddný Harðardóttir, iðnaðarráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...