Engin ákvörðun tekin

Stjórnlagaráð að störfum.
Stjórnlagaráð að störfum. mbl.is/Golli

Valgerður Bjarnadóttir, formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar, segir að ekki sé búið að slá út þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í sumar eins og Vigdís Hauksdóttir þingmaður hélt fram í Facebook-færslu í fyrradag.

Valgerður segir fólk hafa verið að ræða allar hliðar málsins og engin ákvörðun hafi verið tekin. „Það er alveg ljóst að til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um stjórnarskrána þarf Alþingi að samþykkja það í síðasta lagi 29. mars. Við höfum í hyggju að leggja málið fram og síðan tekur þingið endanlega ákvörðun.“

Ari Teitsson, varaformaður Stjórnlagaráðs, var gestur á fundi efnahags- og stjórnskipunarnefndar í fyrradag. Í Morgunblaðinu í kemur fram, að það var hann sem lýsti yfir efasemdum sínum um að það hentaði að hafa kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert