Mega ekki heita Xenía og Alexsandra

Mannanafnanefnd hefur hafnað umsóknum um að skrá nöfnin Xenía og Alexsandra í mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti hins vegar karlmannsnafnið Vili og samþykkti að skrá nafnið Morgan sem eiginnafn en hafnaði beiðni um að skrá það sem millinafn.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er bera tvær stúlkur nafnið Alexsandra í þjóðskrá sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglna nefndarinnar, sú eldri fædd árið 2003. Það nægir ekki til að uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár ber engin kona nafnið Xenía og hafnaði nefndin umsókninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert