20 stiga frost við Mývatn

Frá Mývatni
Frá Mývatni mbl.is/Rax

Frost fór niður í 20 stig í nótt við Mývatn. Mikið frost var á hálendinu og fór frost í Veiðivatnahrauni niður í 24 stig, en þar var kaldast í nótt.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að víða verði talsvert frost fram yfir hádegi í dag. Búist er við suðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu síðdegis. Snarpar vindhviður verða við fjöll á Suður- og Vesturlandi í dag.

mbl.is