Birgir Ármannsson: Engin fjölgun starfa

Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson

„Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa á undanförnum mánuðum hvað eftir annað bent á tölur um fækkun fólks á atvinnuleysisskrá og talið þær til merkis um batnandi ástand á íslenskum vinnumarkaði. Nýjar vinnumarkaðsrannsóknir Hagstofu Íslands benda því miður í aðra átt. Niðurstöður stofnunarinnar sýna að þrátt fyrir að dregið hafi úr skráðu atvinnuleysi fjölgar ekki í hópi þeirra, sem eru í vinnu,“ segir Birgir Ármannsson alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Störfum í landinu er með öðrum orðum ekki að fjölga, segir Birgir – að minnsta kosti ekki svo neinu nemi.

„Það er ekki nóg að tala um að fjölga beri störfum ef raunveruleg stefna stjórnvalda og lagasetning á Alþingi miðar í aðra átt. Það er til lítils að lofa atvinnuuppbyggingu en stórauka á sama tíma álögur á atvinnulífið, hamla gegn fjárfestingu og reisa sífellt hærri þröskulda gagnvart öllum framkvæmdum í landinu. Stjórnarstefna af því tagi skilar ekki neinum árangri. Hún er ávísun á áframhaldandi stöðnun,“ segir Birgir Ármannsson í lokaorðum sínum en grein hans má lesa í heild í blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert