Kýrverð fyrir bók Benedikts

Kristján flettir prentörk af bókinni stóru, ásamt Díönu Sigurfinnsdóttur, prentara …
Kristján flettir prentörk af bókinni stóru, ásamt Díönu Sigurfinnsdóttur, prentara í Odda. mbl.is/RAX

„Þetta er í raun safngripur sem sýnir vel handbragð og stíl Benedikts,“ segir Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá forlaginu Crymogea, sem gefur um þessar mundir út sérstaka hátíðarútgáfu bókarinnar Íslenskir fuglareftir Benedikt Gröndal.

Bókin er aðeins framleidd í 100 tölusettum eintökum. Hundrað fuglateikningar eftir Benedikt prýða bókina ásamt skrautskrifuðum lýsingum. Bókin er eitt af helstu verkum hans en hefur verið nánast óþekkt jafnt meðal almennings og fræðimanna þar til nú. Í henni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900 og teiknar Benedikt myndir af þeim öllum, lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var vitað. „Þetta er þykkt og mikið rit, og er hugsað fyrir þá sem hafa á þessu sérstakan áhuga,“ segir Kristján.

Bókin er handbundin í íslenskt sauðskinn frá Loðskinni á Sauðárkróki og afhent í viðarkassa. Hér er því um eigulegan grip að ræða, enda er verðið í hærri kantinum, 230.000 krónur. „Verð bókarinnar er rétt rúmlega eitt kýrverð, en eins og kunnugt er var það til marks um hve dýr Guðbrandsbiblía var á sínum tíma að hún kostaði á við eina kú. Almennt verð á kúm mun nú vera um 170.000 kr. fyrir skatt en fullt verð Íslenskra fugla er kr. 230.000.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert