Gaf sig fram

Glugginn, sem reynt var að sprengja í gærmorgun.
Glugginn, sem reynt var að sprengja í gærmorgun. mbl.is/Sigurgeir

Ungur karlmaður, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir síðdegis vegna rannsóknar á tilraun til innbrots í skartgripaverslun í gærmorgun, hefur gefið sig fram.

Tveir aðrir ungir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins og voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir þrír eru einnig grunaðir um rán í matvöruverslun nýlega þar sem starfsmanni verslunarinnar var ógnað með sprautunál. Ræningjarnir komust þá undan með fjármuni.

Sprengjan sprakk á fimmta tímanum í gærmorgun og ránið var framið liðlega klukkutíma síðar en málin tengjast.

Sprengjan sem límd var á rúðu skargripaverslunarinnar var heimatilbúin en ætlun þeirra sem að henni stóðu var að brjóta sér leið inn í verslunina. Það er mat lögreglu að með sprengjunni kunni hinir sömu að hafa skapað almannahættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert