Ómarkviss og ruglingsleg leið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að störfum.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að störfum. mbl.is/Sigurgeir

„Mér finnst sú leið sem þarna er valin vera ómarkviss og tel að það sé hætta á að hún geti leitt til þess að niðurstöður verði mjög ruglingslegar og teygjanlegar í allar áttir.“

Þetta segir Birgir Ármannsson alþingismaður um tillögur meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í sumar.

„Ég er mjög hissa á því hvað sjálfstæðismenn eru hræddir við að tala við fólkið í landinu. Ég sé ekki að það sé neitt ruglingslegt við þetta,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert