Kjörstjórn ekki fengið erindið

Stjórnlagaráð kom saman til fjögurra daga fundar fyrr í mánuðinum.
Stjórnlagaráð kom saman til fjögurra daga fundar fyrr í mánuðinum. mbl.is/Golli

Landskjörstjórn kom saman til fundar í fyrradag til þess að fara yfir spurningar sem til stendur að spyrja í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Málið var ekki tekið fyrir þar sem landskjörstjórn hefur ekki fengið formlegt erindi um að veita umsögn um spurningarnar.

Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir að reiknað hafi verið með því að formlegt erindi lægi fyrir og því hafi verið boðað til fundarins en eins og staðan sé nú sé ekki tímabært að afgreiða málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert