Stelpurnar stóðu vaktina

Þórný Þórðardóttir varðstjóri og almennu lögreglumennirnir Kristín Ósk Guðmundsdóttir, Kolbrún …
Þórný Þórðardóttir varðstjóri og almennu lögreglumennirnir Kristín Ósk Guðmundsdóttir, Kolbrún Björg Jónsdóttir og Rut Jónsdóttir. mbl.is/Júlíus

Aðeins kvenkynslögregluþjónar mönnuðu í dag útkallsbíla lögreglustöðvar 5 sem sinnir verkefnum vestan Snorrabrautar og á Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist á stöðinni - og jafnvel á stöðvunum öllum á höfuðborgarsvæðinu.

25 lögregluþjónar starfa á lögreglustöð 5 og þar af eru átta konur. Fjórar þeirra voru í útkallsbílunum tveimur sem voru til reiðu í umdæmi stöðvarinnar í dag og höfðu að eigin sögn í nógu að snúast. Hver sá sem óskaði eftir hjálp á svæðinu mátti þannig eiga von á því að Þórný Þórðardóttir og Kristín Ósk Guðmundsdóttir eða Kolbrún Björg Jónsdóttir og Rut Jónsdóttir kæmu honum til aðstoðar.

Þórný er varðstjóri og hefur starfað í lögreglunni í 15 ár. Kristín, Kolbrún og Rut eru almennir lögreglumenn og hafa klæðst búningunum í 4-10 ár. Þórný segir að konum í stéttinni hafi fjölgað talsvert síðustu ár og spurðar hví þær hafi valið starfið segir Kristín það vera vegna þess hve það sé fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Hinar taka undir það.

Það hefur hinsvegar ýmislegt breyst síðan þær byrjuðu og spurðar í hverju þær breytingar felist stendur ekki á svörum hjá Þórnýju, enda reynslumesta í hópnum. „Það er meira ofbeldi og grófara.“ Hún hafi bæði séð það og fundið fyrir því. Lögreglumenn sjá og upplifa margt í vinnunni og viðurkenna þær allar að það sé fátt í starfinu sem komi þeim lengur úr jafnvægi.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert