Útséð um að klára málið

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir GVA

„Nei, ég er nú hrædd um að það sé útséð um það,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis,aðspurð  hvort hún telji að það takist að afgreiða þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar, nú í kvöld.

„Við þurfum að hugsa okkar gang. En við gefumst ekki upp. Við ætlum ekki að láta sjálfstæðismenn koma í veg fyrir það að við ráðgumst við þjóðina um nýja stjórnarskrá,“ sagði Valgerður í samtali við mbl.is frá Alþingi rétt í þessu, en þar fara umræður fram um málið og þegar fréttin er skrifuð eru 6 þingmenn á mælendaskrá auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem stendur í ræðupúlti Alþingis.

Samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur þarf Alþingi að taka ákvörðun um að þær skuli fara fram með þriggja mánaða fyrirvara. Forsetakosningar fara fram 30. júní í sumar og því verður Alþingi að ljúka málinu á næstu 40 mínútum til að það verði hægt. Það er því ljóst m.v. ummæli sitjandi forseta á Alþingi fyrr í kvöld þar sem fram kom að bara atkvæðagreiðslur gætu tekið þrjá klukkutíma og af orðum formanns nefndarinnar að ekki tekst að ljúka málinu með þessum lögbundna fresti.

Þingmenn á þingfund í kvöld.
Þingmenn á þingfund í kvöld. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert