Stangveiðin hefst

Vænn sjóbirtingur veiðist í Sigga, vatnamótum Tungulækjar og Skaftár.
Vænn sjóbirtingur veiðist í Sigga, vatnamótum Tungulækjar og Skaftár. mbl.is/Einar Falur

Stangveiðitímabilið hefst á morgun, 1. apríl, en þá byrja veiðimenn að kasta flugum sínum fyrir sjóbirting og staðbundinn silung á nokkrum veiðisvæðum sunnanlands og fyrir norðan.

Athyglin beinist samkvæmt venju einkum að sjóbirtingsslóðum í Vestur-Skaftafellssýslu, eins og Tungufljóti, Tungulæk, Vatnamótum og Geirlandsá, en fyrir norðan hefst veiði í Litluá og Húseyjarkvísl.

Í umfjöllun um stangveiðibyrjunina í Morgunblaðinu í dag segir, að veðrið hafi talsverð áhrif á veiðivonina en spáð er nokkrum hlýindum og vætu sunnanlands, sem gæti verið ávísun á veiði þar. Hinsvegar er því spáð að hitastig verði nær frostmarkinu fyrir norðan og svo fer kólnandi um land allt næstu daga.

Veiði hefst einnig í Minnivallalæk í Landsveit á morgun en Þröstur Elliðason hjá veiðiþjónustunni Strengjum hefur gert nýjan tíu ára samning um leigu á þessari kunnu urriðaá. Hann hefur þegar leigt hana í tvo áratugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert