Styður ekki göngin

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

„Ég get ekki stutt þetta frumvarp,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis, um frumvarp um heimild til ríkissjóðs til að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga.

„Það er í reynd verið að troða þessum göngum fram fyrir röðina [samgönguáætlun]. Það er gert með því að fara í raun á svig við lög um ríkisábyrgðir. Þarna eru felld út tiltekin skilyrði fyrir ríkisábyrgð til þess að koma þessu fram,“ segir Guðfríður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún, að í raun sé nánast ekkert gert með ábendingar í umsögn ríkisábyrgðasjóðs um fyrirhugaða lánveitingu ríkisins til Vaðlaheiðarganga. Ríkisábyrgðasjóður bendi m.a. á að ríkissjóður eigi a.m.k. að lágmarka áhættu sína með því að fjármagna langtímalán til ganganna á fjármálamarkaði áður en framkvæmdirnar hefjist.

Guðfríður telur frumvarpið bera því vitni að göngin muni ekki standa undir sér. Því sé gerð krafa um að ríkið ábyrgist verkefnið. Ekki sé hægt að tala um Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd því ríkið taki alla áhættuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert