DFFU hættir viðskiptum við Ísland

Seðlabankinn lét gera húsleit hjá Samherja á Akureyri í síðasta ...
Seðlabankinn lét gera húsleit hjá Samherja á Akureyri í síðasta mánuði. mb.is/Skapti Hallgrímsson

Deutsche Fischfang Union (DFFU) hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sínar í gegnum íslensk sölufyrirtæki, sækja þjónustu eða landa úr skipum félagsins á Íslandi. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Deutsche Fischfang Union er dótturfélag Samherja á Akureyri. Í fréttatilkynningunni segir að fyrirtækið sjái sér einnig ekki annað fært en að segja upp samningi um afhendingu hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september.

„Stjórnendur DFFU harma að þurfa að taka þessa ákvörðun en sjá ekki aðra leið færa á meðan ekki er upplýst hvað fyrirtækið er grunað um að gera rangt í viðskiptum á Íslandi. Félagið telur ekki gerlegt að taka þá áhættu að halda viðskiptum óbreyttum áfram á meðan það er grunað um lögbrot af gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands. DFFU hafnar því alfarið að hafa brotið lög.“

Seðlabanki Íslands lagði hald á bókhaldsgögn DFFU, tölvupóst, rekstraráætlanir og önnur gögn sem vistuð eru hjá tölvufyrirtækinu Þekkingu hf. Fullyrt er að þessi gögn hafi verið tekin á grundvelli þess að DFFU er grunað um saknæmt athæfi sem tengist broti á lögum nr. 88/2008 um gjaldeyrismál.

„Forsvarsmenn DFFU hafa lagt sig fram um að fara í einu og öllu eftir lögum í viðskiptum við íslenska lögaðila með sama hætti og fyrirtækið kappkostar að gera hvar sem það stundar viðskipti í heiminum. Fyrirtækið hefur aldrei átt í neinum málaferlum við viðskiptaaðila eða í öðrum útistöðum við yfirvöld. 

Stjórnendur DFFU taka þessar ásakanir mjög alvarlega og er fyrirmunað að skilja með hvaða hætti þýskt fyrirtæki á að hafa getað gerst brotlegt við íslensk gjaldeyrislög. Á meðan fyrirtækið fær ekki upplýsingar um hvaða grunsemdir beinast að því treystir DFFU sér ekki til að taka þá áhættu að eiga viðskipti við íslenska lögaðila. Félagið telur brýnt að Seðlabanki Íslands upplýsi hið fyrsta að hverju grunsemdir beinast svo hægt sé að bregðast við þeim,“ segir í tilkynningunni.

Rétt er að minna á að Deutsche Fischfang Union er þýskt fyrirtæki og fer að þýskum lögum og heyrir undir eftirlit þýskra yfirvalda.

DFFU hefur átt í umtalsverðum viðskiptum við íslensk fyrirtæki  á undanförnum árum. Þessi viðskipti hlaupa á hundruðum milljóna króna árlega. Viðskiptin tengjast íslenskum fyrirtækjum á margvíslegan hátt. Allt frá sölu á afurðum fyrir DFFU, kaupum á flutningsþjónustu og kaupum á margþættri þjónustu þegar skip félagsins landa á Íslandi svo sem vistum, veiðarfærum, umbúðum og viðgerðum. Einnig hefur DFFU greitt tugi milljóna árlega í gjöld til íslenskra aðila eins og t.d. hafnargjöld.

Í fyrra seldi DFFU meðal annars 3.500 tonn af slægðum þorski, bæði frystum og ferskum, til landvinnslu Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.

mbl.is

Innlent »

„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

16:47 Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst. Meira »

Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

16:44 Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra. Þá veitti heilbrigðisráðherra heimild til að fjölga sérhæfðum dagdvalarrýmum. Meira »

9 eldingar við Þorlákshöfn

16:30 Eldingaveður gekk yfir Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag. Skömmu síðar heyrðist til eldinga í Reykjavík, meira að segja á meðan veðurfræðingur ræddi við blaðamann. Meira »

Málin tekin til efnislegrar meðferðar

15:50 Mál Safari og Sarwari fjölskyldnanna verða tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður þeirra, í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að tveir fullorðnir hafi smitast

15:40 Grunur leikur á að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli en í dag voru rannsökuð sýni frá 14 manns sem talið er að gætu verið með sýkinguna. Beðið er staðfestingar á því hvort um er að ræða sömu bakteríu og hjá börnum sem áður hafa greinst. Meira »

Isavia búið að kæra til Landsréttar

15:16 „Við erum búin að kæra til Landsréttar þar sem við óskum eftir því að hnekkja þeirri ákvörðun að réttaráhrifum verði ekki frestað,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. ALC hefur þegar hafið undirbúning við að koma flugvélinni úr landi og má því segja að kapphlaupið um vélina sé hafið. Meira »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvít efni, amfetamín og kókaín, fundust í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Vilhjálmur Stefánsson rannsóknarlögreglumaður segir að um rúmlega 100 gr. af fíkniefnum sé að ræða. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...