Jarðskjálftahrina við Tungnafellsjökul

Sjá má rauða depla fyrir miðri mynd en það eru …
Sjá má rauða depla fyrir miðri mynd en það eru skjálftar við Tungnafellsjökul sem mælst hafa síðustu klukkustundir. Af vef Veðurstofunnar

Á skírdag hófst hrina jarðskjálfta norðaustan Tungnafellsjökuls, vestan við mynni Vonarskarðs. Alls hafa mælst rúmlega 20 skjálftar. Stærsti skjálftinn, 2,9 að stærð, varð klukkan 3:08 nú í nótt, aðfaranótt laugardags.

Vonarskarð er á milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls.

mbl.is

Bloggað um fréttina