Ekki hægt að sinna kvörtunum vegna partíhalds

Akranes.
Akranes. www.mats.is

Síðla aðfararnótt annars dags páska var langvinnt hávaðasamt partí haldið í íbúð fjölbýlishúss á Akranesi. Íbúi í húsinu rumskaði af værum blundi um miðja nótt við hávaðann. Ákvað hann að hringja í lögregluna klukkan hálf sex um morguninn. Til að fá samband við lögreglu er nú hringt í Neyðarlínuna í síma 112. Þar fékk maðurinn þau svör að ekki væru nægar ástæður til að sinna erindinu. Brýnni ástæður þyrftu að vera fyrir hendi, svo sem slagsmál eða grunur um fíkniefnanotkun.

Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akranesi segir í samtali við Skessuhorn að lögreglumenn á bakvakt séu ekki kallaðir út til að sinna hávaða vegna partíhalds. Þá eru engar valdheimildir fyrir því að fara inn í íbúð og leysa upp partí í tilfellum eins og þessum. Eðli hvers tilfellis er þó metið hverju sinni og getur lögregla vissulega þurft að grípa inn í t.d. vegna ryskinga, mikillar ölvunar eða gruns um fíkniefnanotkun.

Þá sagði Jón að hávaði vegna partíhalds væri innanhússmál í viðkomandi fjölbýlishúsi.

Frétt Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert